
Ég hélt að þetta myndi aldrei gerast !
Sagði alltaf að ég vær ekki þessi týpa til að halda úti bloggi (sem er kannski satt) en er ekki alltaf ágætt að stíga út fyrir þægindahringinn sinn og prufa eitthvað annað?
Vegna smá pressu fór ég að hugsa um að skrifa blogg, ég held úti Instagram aðgangnum @kristin_sam þar sem ég tek myndir af snyrtivörum, fjalla um ýmsar vörur sem ég hef verið að nota ofl.
Þar gerði ég smá könnunn hvort fólk sé enn að lesa blogg, ég verð að viðurkenna að það kom mér smá á óvart hversu vel var tekið undir það að hefja slíkt, sem er bara nokkuð skemmtilegt !
En tilgangur bloggsins er aðalega sá að mér finnst ótrúlega gaman að deila minni reynslu á góðum snyrtivörum, tala um þær og sérstaklega mynda þær. Ég reyni að takmarka umfjallanir á vörum á Instagram þar sem mér sjálfri finnst lítið skemmtilegt að lesa heilu sögurnar í story hjá öðrum.
Svo ég ætla að leyfa mér að blaðra fullt hér um snyrtivörur, reynslu mína af þeim, nýjar, gamlar vörur og margt fleira
Ég vona innilega að þið hafið gaman af
One Love

