Hárið mitt

Ég fæ mjög oft spurningar út í hárið mitt.
Hvert ég fer, hvað ég nota, hvernig ég næ að halda því heilbrigðu þrátt fyrir að lita það osfrv..

Ég hef verið hjá sömu stelpunni í örugglega rúm 10 ár núna ! Hún og nánast enginn annar fær að snerta á mér hárið. Ég treysti henni fullkomlega og í dag þarf ég í raun ekkert að segja við hana, hún veit alltaf hvað ég vil og hvað er best fyrir mig. Hún er starfandi á hárgreiðslustofunni Emóra og í raun eru allar stelpurnar þar algjörir fagmenn !

Hún tók á móti mér þegar ég var með virkilega skemmt hár !! Ég hafði áður farið á stofu og langað að breyta svarta háralitnum sem ég var með þá í ljósan (flestir vita að best er að lýsa mjög dökkt hár í nokkrum skrefum, á nokkrum vikum) en í þessu tilfelli ákvað hárgreiðslumaðurinn að lýsa á mér hárið á nokkrum klukkutímum. Hárið mitt varð svo þurrt og skemmt að ég gleymi því aldrei þegar ég var í 2 klukkutíma að greiða í gegnum hárið mitt þegar ég þvoði hárið mitt í fyrsta skipti eftir þetta.

En ég er svo þakklát þeirri sem ég er hjá í dag, hún hefur bjargað hárinu mínu og hugsa svo vel um það, hún reynir allt til að komast hjá því að aflita það og annað sem getur skemmt það frekar.

Allar þær vörur sem ég nota í hárið mitt er allt sem hún hefur mælt með fyrir mig og í dag er hárið mitt svo heilbrigt þrátt fyrir ég fari í litun á 8vikna fresti.

Joico K-PAK Color Therapy
– Sjampó og næring sem verndar litað hár og kemur í veg fyrir að hann skolist úr. Næringin veitir ótrúlega góðan raka í hárið og heldur því svo mjúku og glansandi.
Ég hef prufað aðrar næringar inn á milli en fer alltaf aftur í þessa, jafnast engin á við hana.

Lee Stafford – Beach Blondes
– Fjólublátt sjampó sem kemur í veg fyrir að ljós háralitur verður gulur.
Hann í raun er að halda kalda tónum í hárinu.
Mér finnst þetta sjampó best af þeim fjólubláu sjampóum sem ég hef prufað
Best er að láta sjampóið liggja svoldið í hárinu án þess að freyða það og skola svo úr.

Mér finnst nauðsynlegt að nota rakamaska af og til, líkt og húðin okkar þarfnast hárið okkar líka góðan raka tl að glansa og verða heilbrigt.
Ég á tvo uppáhalds sem ég skiptist mikið á að nota.
Þeir gegna í raun sama hlutverki, veita hárinu góðan raka, vernda litað hár, mýkja hárið og gefa því glans.
Loréal Botanical Geranium Radiance Remedy Masque 
-er ódýr en ótrúlega góður
Moroccanoil Intense Hydrating Mask
-töluvert dýrari en gæðin eru svo mikil að mér finnst það þess virði.

Mér finnst líka mikilvægt að næra hárið eftir sturtu (sérstaklega ef ég mun sofna með það blautt)
Það eru tvær vörur sem ég set alltaf í blautt hárið til að hárið verði meðferðilegra.
Moroccanoil Oil Treatment Light
-mýkir hárið, gefur því glans og næringu
REF Stockholm Leave in Conditioner
-hið fullkomna flókasprey ! Lyktin er dásamleg, little goes a long way hérna. Varan er vegan og Cruelty free! Ég hef notað þetta mikið í hárið á dóttir minni.