Shiseido Waso Quick Gentle Cleanser

*Vöruna fékk höfundur að gjöf*

Þið sem fylgið mér á Instagram ættu að vera búin að taka eftir því að ég á mér eitt snyrtivörumerki sem ég held mikið upp á og hef gert lengi. 

Þegar kemur að vörum frá Shiseido þá verð ég veik !
Ástæðan fyrir því er einföld. Ég hef prufað svo margar vörur frá þeim, notað margar af þeim í mörg ár og aldrei orðið fyrir vonbrigðum. 

Það er var einmitt þannig þegar ég fékk að prufa hreinsir úr nýju línunni frá Shiseido sem heitir WASO. 
Ég var búin að vera mjög spennt fyrir honum og línunni í heild. 

Ég er búin að setja þennan aðeins inn á Instagram hjá mér og segja örlítið frá honum en ást mín fyrir honum er svo mikil að ég vildi deila honum aðeins með ykkur í fleiri orðum. 

Ef ég er ekki dugleg að næra húðina mína þá fæ ég þurrk, hinsvegar ekki þennan týpíska yfirborðs þurrk heldur dregst allur raki úr húðinni minni og húðin verður þurr, stíf, fínar línur myndast hraðar, ljóminn í húðinni hverfur osfrv.. 
Svo það er mjög mikilvægt fyrir mig að nota vörur sem eru ekki að draga mikinn raka úr húðinni minni og eru þurrkandi. 
Quick Gentle Cleanser hreinsirinn er mjög nærandi og veitir húðinni mikinn raka meðan hann vinnur. 

Hann hreinsar í burtu farða og önnur óhreindini af húðinni, m.a. hreinsar hann vel upp úr svitaholum og kemur í veg fyrir frekari bólumyndun án þess að draga einhvern raka úr húðinni. 
Hreinsirinn er notaður á þurra húð, hann fer strax að freyða án þess að bleytt sé upp í honum. Formúlan er mjög mild, inniheldur létt hunangsgel og gefur hún húðinni amino sýrum og vitamin á yfirborðið húðarinnar til að vernda hana.
Annars er hunang mjög bakteríudrepandi og vinsælt í Japan í heilsusamlegum mat sem er góður fyrir húðina. 

Hreinsirinn er án alkahól, olíu og parabena 

Þið sem ekki þekkið Shiseido vörurnar þá mæli ég 100% með að þið kynnið ykkur þær. Merkið hefur margar og fjölbreyttar línur svo allir ættu að finna eitthvað sem er við þeirra hæfi. 
En WASO línan er sérstaklega hönnuð með nútíma samfélag í huga, að vernda húðina gegn mengun, stressi, álagi og litlum svefn.