Lancôme Advanced Génifique Youth Concentrate

Ég ætlaði alltaf að vera löngu búin að segja aðeins frá þessari vöru á Instagraminu mínu – stundum finnst mér svo erfitt að komu hlutum frá mér í fáum orðum, þegar ég tala um húðvörur þá reyni ég líka alltaf að útskýra eins vel og ég get svo þau sem vita kannski minna um húðvörur skilji hvað ég er að tala um og læra kannski eitthvað í leiðinni. 

En mér fannst tilvalið að skrifa færslu um þessa vöru þegar ég opnaði bloggið og ákvað að gera það sem allra fyrst svo here I go ! 

Lancôme Advanced Génifique Youth Concentrateer vara sem er algjört undur fyrir húðina. Vara sem ætti að vera til á öllum baðherbergjum hjá þeim sem er annt um húðina sína og eru 30 ára og eldri. 

Áður en ég tala um húðina ætla ég aðeins að útskýra nokkra hluti (þið sem vitið þetta nú þegar hraðlesið bara yfir) 
Þegar við eldumst þá hægist á kollagen frumunum okkar og við missum teygjanleikan í húðinni okkar smátt og smátt. 
Með góðum húðvörum og reglulegri hreinsun getum við hægt á þessu ferli. 
Það þarf líka að hafa í huga að breyta aðeins til í húðrútínuni okkar þegar við eldumst og skipta í krem sem vinna gegn öldrun húðarinnar. Jafnvel bæta við fleiri kremum eins og Serum og/eða Concentrate (ég nota t.d. bæði, en allt er þetta einstaklingsbundið) 

Það er auðvitað betra að byrja fyrr að nota krem sem vernda húðina gegn fínum línum og öldrun hennar, heldur en að reyna að laga þær skemmdir sem húðin hefur nú þegar orðið fyrir. 
Mörg vörumerki innihalda mismunandi vörulínur, sumar fyrir 20 ára+ aðrar 40 ára+ osfrv. 

Þó þú hafir ekki náð þeim aldri sem línan er hönnuð fyrir, það skiptir ekki öllu máli, aðal málið er að varan sé hönnuð fyrir þína húðtýpu og hún hafi þá eiginlega sem þú leitar af (hvað viltu að hún geri fyrir þig? Vinni á fínum línum? Gefi þér raka? Ljóma? Eykur teygjanleika? Osfrv…..) 

Ég þekki ótrúlega marga sem hafa ekki þann áhuga og ég á húðvörum og nota aðeins gamla góða rakakremið sitt sem þau hafa notað síðustu 5-10 árin (sem er auðvitað alls ekki slæmt ef það hentar þeim og þau ánægð) en margir af þessu fólki sem ég tala um er annt um húðina sína og vill breyta til en veit bara ekki hvað á að gera næst og hvenær. 

Um 25 ára fór ég að huga að nota krem með meiri virkni og bætti við fleiri kremum í rútínuna mína. Ég einmitt nefndi hér að ofan að byrja að bæta við öðrum kremum. 
Serum og Concentrate eru mjög mikilvægar vörur fyrir húðina okkar þegar við eldumst. 

– Concentrate er fyrsta krem varan sem við setjum á húðina. Formúlan er yfirleitt mjög þunn og fer hratt inn í húðina. 
Formúlan er einnig sterkari og gengur dýpra í húðina okkar en venjulegu rakakremin og gefa húðinni þar af leiðandi meiri virkni til að vinna. 

– Serum er sambærileg vara, hún er næsta skrefið (sumir sleppa Concentrate vörunni og byrja á Serumi, eða nota bara Concentrate og sleppa Serumi) 
Formúlan er örlítið þykkari en Concentrate en gengur hratt inn í húðina. Hér er einnig virkari vara en rakakremið okkar svo þú ert að fá gott “boost” í húðina áður en þú setur rakakremið þitt á og oft “boost” sem rakakremið þitt inniheldur ekki.  

Lancôme Advanced Génifique Youth Concentrate
Er serum sem verndar húðina gegn öldrun hennar. 
Varan eykur ljóma húðarinnar og húðin verður svo mjúk, formúlan er svo virk að árangur byrjar að sjást eftir 7 daga, ég er ekki frá því að ég hafi fundið strax hvað húðin mín var mjúk fljótlega eftir að ég að ég byrjaði að nota þetta reglulega. 
En varan vinnur á fínum línum og verndar húðina gegn öldrun hennar. Eykur teygjanleika hennar, gefur henni mýkt og fallegan ljóma. Formúlan inniheldur einnig bifidus extracten það hjálpar húðinni að festa rakann og koma í veg fyrir að hún missi meiri raka. 

Ég elska líka vörur sem hugsa fyrir þig hversu mikið af vörunni þú þarft. 
Oft erum við að nota allt of mikið af vörunum okkar en við þurfum. 
Tappinn inniheldur dropateljara af akkurat því magni sem þú þarft í hvert skipti. Hversu þægilegt?? 

Varan hentar öllum húðtýpum og er án – Parabens – Sulfates – Phthalates
Notað kvölds og morgna á undan rakakremi. 

Ég hef prófað fáar vörur frá Lancôme en þær sem ég hef prufað eru æði ! Ef þér er annt um húðina þína og vilt gefa henna eitthvað extra ásamt því að vernda hana vel þá mæli ég 100% með þessu serumi.
Húðin okkar er mjög mikilvæg og nauðsynlegt að næra hana vel líka, ekkert betra en að gera svo með góðum vörum