Origins Mega- Mushroom

* Vörurnar fekk höfundur að gjöf *

Ég held mikið upp á Origins húðvörurnar en ég kynntist þeim fyrir nokkrum árum.
Origins er þekkt fyrir hve hreinar og vandaðar vörurnar þeirra eru. Þeir taka allt það besta úr náttúrunni og plöntum og nýta þá eiginleika í vörum sínum.
Origins er án Parabens, Phthalates, Propylene Glycol, Mineral Oil, Paraffinog innihaldsefnum tengd dýrum ( nema cruelty-free honey and beeswax).
Engar vörur frá Origins eru prufaðar á dýrum.

Mega-Mushroom línan er innblástur í “Reishi” sveppi.
Sveppirnir eru taldir hafa eiginleika til að lengja líftíma, lækna og hafa góð áhrif á heilsu.
Þeir eru einnig áhrifaríkir fyrir húðumhirðu og hafa þeir verið notaðir í margar aldir til að draga úr óþægindum í húðinni, róa hana og minnka roða og bólgur. En það er akkurat sem Mega-Mushroom línan frá Origins gerir.
Það er svo ótrúlega margt í umhverfinu sem getur haft áhrif á húðina okkar, mengun, stress, og kuldi en línan er hönnuð með allt þetta í huga.
Formúlan hjálpar húðinni að draga úr roða og bólgum. Hún róar húðina og minnkar allan erting.
Styrkur húðarinnar eykst og hún verður líflegri, og full af raka.
Mega-Mushroom línan hentar öllum húðtýpum en hún er einstaklega góð fyrir húð sem skortir raka, er mjög viðkvæm, hefur rósroða, bólur og bólgur. (Hef heyrt að hún hafi hjálpað mörgum sem eru á húðlyfjum og er í mikilli baráttu með viðkvæma húð sökum þess)
Ég er sjálf með smá rósroða í húðinni og húðin mín verður mjög viðkvæm í miklum kulda. Ég fann strax fyrir því hvernig húðin róaðist og roðin minnkaði um leið.
Húðin varð mjög svo mjúk og vel nærð.

Ég fékk í gjöf 5 vörur úr línunni en ég er nokkuð viss um að línan innihaldi fleiri vörur svo endilega kynnið ykkur þær.

MEGA-MUSHROOM FACE CLEANSER
– Mildur hreinsir sem brýtur niður óhreindindin í húðinni.
– Skilur húðina eftir tandurhreina án þess að erta hana.
MEGA-MUSHROOM RELIEF & RESILIENCE SOOTHING TREATMENT LOTION
– Vinsælt skref í húðrútínu í Japan
– Lotion er alltaf notað á eftir Toner
– Pressað vel í húðina
– Veitir mikinn raka og undirbýr húðina betur til að taka við þeim kremum sem fara næst á húðina.
MEGA-MUSHROOM RELIEF & RESILIENCE ADVANCED FACE SERUM
– Endurstyrkir húðina og byggir hana upp á nýtt.
– Viðkvæm húð jafnar sig
– Roði minnkar
– Bólgur hjaðna og húðin styrkist
MEGA-MUSHROOM SKIN RELIEF FACE CREAM
– Rakakrem sem hefur þá eiginleika að róa húðina
– Dregur vel úr ertingi í húðinni
– Minnkra roða og veitir góðan raka.
MEGA-MUSHROOM RELIEF & RESILIENCE SOOTHING MASK
-Maski sem “boostar” húðina og róar hana
– Dregur verulega úr roða
– Endurvekur líflausa húð
– Veitir henni raka
– Hjálpar húðinni að styrkja sig

Ég er er með gjafaleik á Instagraminu mínu þar sem ég ætla að gefa einum heppnum + vin allar þessar vörur !
Gjafaleikinn finnur þú HÉR