
* Vöruna fékk höfundur að gjöf *
Ilmvötnin eru ekki útundan í áhugamálum mínum en ég hef aldrei verið sú týpa sem notar sama ilmvatnið alltaf, ég þarf alltaf að breyta smá til.
Mér finnst ótrúlega gaman að skipta um lykt eftir því hvernig skapi ég er í þann daginn.
Ég elska líka að pæla í lyktinni, glasinu og hugmyndinni bakvið ilminn
( Já ég er ILMVATNSNÖRD !! En ég elska það)
Ég fékk um daginn ilmvatn að gjöf sem ég hafði ekki séð áður.
Þekkti ekki nafnið né heyrt um það.
En það finnst mér líka svo ótrúlega gaman að uppgötva ilmvötn í gegnum aðra sem ég sjálf hefði kannski aldrei dottið í hug að fara að skoða!

Aftur að þessum ilm..
Pure XS – Paco Rabanne
Glasið er svo flott og svo sexy !!
Ameríska leikkonan og módelið Emily Ratajkowsko er andlit ilmsins.
En hugmyndin bakvið ilminn er eitthvað villt, djarft og blómalegur ilmur með erótísku ívafi.
Fullnæging í glasi… ég las mér aðeins til um ilminn og hvernig hönnuðurnir sáu hann fyrir sér en það var akkurat þannig… sem fullnæging í glasi !
Lyktin af ilminum er svo góð !! Eflaust muna einhverjir segja að hún sé eins og fullnæging í glasi svo góð er hún.
Ilmurinn inniheldur:
– Ylang-Ylang
– Vanilla
– Popcorn (Weird I know! en samt frekar skemmtilegt)
– Sandalwood
Lyktin hentar mér fullkomlega. Hún er ekki of sterk, verður svo rosalega mild og góð þegar hún hefur setið aðeins á húðinni.
Svo er glasið líka svo ótrúlega flott á borðinu inn á baði !