Bio-Performance með Shiseido

* Vörurnar fékk höfundur að gjöf *

Ég er mikill aðdándi Shiseido vörumerkisins enda eru þetta hágæða húðvörur (og jú förðunarvörurnar eru æði líka !)
En Shiseido hefur reynst mér alltaf svo rosalega vel og ég elska að geta sagst vera í samstarfi við Shiseido á Íslandi því mér þykir svo vænt um þetta merki.
Þetta er merki sem mér finnst allir ættu að þekkja frá 13 ára og upp úr.
Shiseido voru mínar allra fyrstu húðvörur og ég nota þær enn í dag.

Ég fylgist vel með nýjum vörum og breytingum hjá merkinu því hönnuðir Shiseido eru alltaf að bæta sig í frekari tækni og koma með nýjar undur vörur á eftir annarri.

Ég fékk að prufa tvær vörur úr Bio-Performance línunni.
Línan er svo flott ! Hún er hönnuð með það í huga að vernda húðina fyrir öldrun og frekari skemmdum. Ótrúleg tækni bakvið formúluna í línunni hjálpar húðinni að vinna í algjöru hámarki og styrkja þær frumur sem byrja að skemmast þegar við eldumst, þær frumur sem sjá til þess að húðin sé teygjanleg, stinn, ljómandi og þétt.

Ég hafði áður notað vörur úr sömu línu í langann tíma. Mér finnst mjög gott að skipta um húðvörur eftir ákveðinn tíma til að boosta húðina með einhverju öðru (húðin okkar getur vanist þeim kremum sem við notum til lengri tíma, oft er gott a gefa húðinni smá sjokk með einhverju nýju inn á milli)
En aftur að vörunum, eg var gríðarlega spennt að prófa þessar vörur því ég var svo ánægð með þær sem ég hafði áður notað úr sömu línu.

Umbúðirnar á kremunum eru svo flottar !!

Shiseido Bio-Performance LiftDynamic Serum
Halló raki og mjúk húð !!
Held að þetta sé varan sem ég var hvað spenntust fyrir.
Auk þess að bæta rakann í húðinni og gefa henni mýkt á serumið að stinna húðina svo hún virkar þéttari og teygjanlegri.
Formúlan er örlítið þykkari en ég er vön í serumi en fer aftur á móti hratt inn í húðina.
Ég hef tekið eftir því að mér finnst húðin svo “lífleg”
Líður eins og ég hafi tekið hana, rúllað alla vöðva til að koma blóðrásinni af stað og allt sé miklu frískara og líflegra (meikar það séns? haha)

Shiseido Bio-Performance LiftDynamic Serum

Shiseido Glow Revival Cream
Æðislegt rakakrem sem gefur svo góðan raka og fallegan ljóma í húðina.
Þetta rakakrem er ekki þetta týpíska “ljómakrem” heldur hjálpar það húðinni að vinna gegn öldrun hennar, veitir henni raka, jafnar húðlit og veitir ljóma í húðinni með reglulegri notkun. Húðin okkar getur oft skort hennar náttúrulega ljóma sökum rakamissi, stress, lítinn svefn, mengun osfrv.
Fullkomið fyrir mína húð þar sem kremið vinnur líka á roða.
Kærastinn minn nefndi einmitt við mig um daginn hvað húðin mín væri mjúk svo það má segja að kremið sé að gera sitt.

Shiseido Bio-Performanc Glow Revival Cream

Bio-Performance hefur svo margar flottar vörur i boði, og Shiseido í raun bara yfir höfuð.
Ég mæli með að kíkja á þær á næsta útsölustað Shiseido og fá ráðgjöf hvað er best fyrir þína húð. Ég er 100% að allir geti fundið vöru frá Shiseido við sitt hæfi.