
Þegar ég er að velja mér varaliti þá enda ég oftast með “Nude” varaliti
Þeir ganga við öll tilefni og með öllum lúkkum.
Mér finnst ótrúlega gaman að poppa oft upp lúkkið með rauðum varalit eða einhverjum dekkri og djarfari en best líður mér með fallegum “nude” lit og léttum varablýant.
Þegar ég nota varablýant þá finn ég mér lit sem er oft aaaaaaðeins dekkri en varablýanturinn sjálfur, ég reyni þó að nota hann mjög létt á varirnar og aðeins til að móta þær betur en ekki stækka þær og fer því aldrei út fyrir varalínuna sjálfa.
Ég á nokkra varablýanta og varaliti sem eru mér allir ómissandi og sem ég get gripið í við öll tilefni.

Mac – Velvet Teddy
Ég hef haldið upp á þennan lit í mjög langan tíma núna.
Hann gengur við allt, anytime anywhere
Formúlan er mött, hún er ekki þurrkandi og liturinn helst vel á

Mac – Viva Glam II
Það þekkja örugglega allir Viva Glam og góðgerðar söfnunina Aids Fund. Ekki fyrir svo löngu var haldin slík söfnun hér á landi. Ég var ekki lengi að fara í Mac og næla mér í lit og styrkja gott málefni.
Fyrir valinu var Viva Glam II, ég hef notað hann mikið síðan ég fékk hann, hann er æði !
Formúlan er kremaðri en Velvet Teddy og meiri glans í henni. Hann helst mjög vel á vörunum samt sem áður. Ég myndi segja að Velvet Teddy sé brúnni en Viva Glam II – ég nota þennan meira svona hvers dags.

Maybelline 715
Minn mest notaði varalitur hingað til.
Ég ELSKA hann. Hann gengur við allt, allar farðanir, allann klæðnað og mér finnst hann alltaf jafn flottur. Mér finnst ég vera með svo djúsí varir þegar ég nota hann. Það er bara eitthvað við formúluna og litinn.
Formúlan er mjúk, glansandi, liturinn er mjög léttur og hentar því vel hvers dags líka.

Inglot X JLo – Mauve *
Ég er ástfangin af JLo línunni frá Inglot, ég held ég eigi 2 aðra varaliti úr línunni og hver þeirra er æðislegur. Mauve liturinn stendur þó upp úr.
Formúlan er mött, helst ótrúlega vel á. Er alls ekki þurrkandi á vörunum. Hann er smá brútóna og örlítið ljósari en Velvet Teddy.

Face Stockholm – Dream *
Ég fékk þennan í gjöf eftir að ég hafði tekið myndirnar fyrir færsluna en þessi varalitur á skilið sæti hér inni.
Ég varð strax ótrúlega hrifin af honum.
Akkurat minn litur.
Varalitinn fékk ég í gjöf frá Nordic Beauty er hann frá Face Stockholm. Ég hafði aldrei prufað vörur frá merkinu og var ég mjög spennt.
Formúlan er ótrúlega mjúk, mitt á milli að vera mött og glansandi. Liturinn er ljós brúnn með smá rauðum tón, hann er æði ! Ég á eftir að nota þennan mikið
Ég á mér líka uppáhalds varablýanta sem ég nota alltaf með þessum varalitum (og öðrum) ýmist frá MAC og NYX en að mínu mati eru þeir bestu varablýantarnir.
*Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.