
Mér var boðið á svo órúlega skemmtilega kynningu í gær en Clarins var að kynna nýja línu sem ber nafnið My Clarins
Ég var ótrúlega spennt að fá boð á kynninguna enda Clarins ótrúlega flott og vandað merki.
My Clarins er hönnuð með það í huga að vera mjög náttúruleg, hrein og henta húðtýpum á aldrinum 18-30 ára. Auðvitað geta allir notað línuna en þetta er fullkomin lína fyrir yngri húðina sem þarfnast ekki auka virkni gegn öldrun.
Í línunni eru 9 vörur
2x Hreinsar:
– Gelhreinsir og mjólkurhreinsir
3x rakakrem:
– Krem fyrir þurra húð
– viðkvæma húð / þurra húð
– fyrir blandaða/ normal
Rakasprey
Stifti til að minnka svitaholur
Spot treatment
Næturmaski
Allar vörurnar ilma af svo góðum ávaxtakeim, svo ferskar og hreinar.
En það er svo skemmtilegt að segja frá því að öll línan er Vegan, Cruelty Free og inniheldur 88% af náttúrulegum efnum sem er magnað !!
Ég heillaðist algjörlega að umbúðunum en þær eru mjög stílhreinar og skemmtilegar og það skemmtilega er að þær eru endurvinnanlegar.
Inn í hverri pakkningu eru skemmtileg skilaboð sem mér fannst mega cute.
Á pakkningunum er einnig innihalds lýsing líkt og sjá má á matvöru en hugmyndin er að vörurnar eru að næra og fæða húðina húðina þína og auðvitað viljum vita hvað við setjum á húðina okkar lýkt og hvað við setjum ofan í okkur.
Ég fékk vörur sem eru stílaðar fyrir mína húðtýpu en ég er með húð sem er blönduð/feit.

Samblanda af hreinsivatni og hreinsimjólk
Ótrúlega mjúk og nærandi formúla sem hreinsar allann farðann af húðinni og skilur hana eftir silkimjúka.
Hentar vel fyrir viðkvæma húð.

Rakakrem sem er ætlað fyrir Normal / Blandaða húð
Hefur þá eiginlega að matta húðina og draga úr umfram olíumyndun í húðinni ásamt því að veita henni raka.
Vinnur einnig gegn bólumyndun og dregur úr svitaholum.

Spot Treatment (hvað er íslenska orðið fyrir svona vöru??)
Snilldar vara fyrir þá sem eru í baráttu við bólurnar.
Virkt efni sem þurrkar upp bólurnar og kemur í veg fyrir frekari bólgum og roða
Ég fékk einnig lúxus prufu af næturmaskanum, ég gat ekki hamið mig og prufaði hann í gærkvöldi og hann er æði !! Hann hefur smá kælandi og róandi áhrif á húðina og ég vaknaði í morgun með svo ferska og fallega húð.
Ég er einnig búin að pota aðeins í hreinsirinn og rakakremið og báðar vörurnar lofa ótrúlega góðu.
Rakaspreyið heillar mig líka ótrúlega mikið en lyktin af því er eins og ávaxtaengi !
Svitaholu stiftið finnst mér mjög spennandi einnig.
Vörurnar eru fullkomnar fyrir unga húðgerð sem verndar hana og nærir hana á náttúrulegan og fullkomin máta.