Andlitshreinsun með GlamGlow

* Vörurnar fékk höfundur að gjöf *   // English below

Ert þú dugleg/duglegur að hreinsa húðina þína? Kvölds og morgna?
Það er svo ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að hefja daginn með hreina húð og fara sofa með hreina húð.
Húðin okkar verður fyrir skemmdum og eldist hraðar ef við erum ekki dugleg að hugsa um hana, kremin okkar virka síður ef við hreinsum ekki húðina okkar. Það gagnast okkur lítið að kaupa rándýrt krem, skella því í andlitið okkar ef við þrýfum ekki síðustu umferðina af kreminu og öðrum óhreinindum burt, húðin stíflast á endanum, upp koma bólur, bólgur og fleiri leiðindi.

Ég gæti skrifað heila bók um hversu mikilvægt það er að hreinsa húðina kvölds og morgna. Hver þarf að finna hreinsir sem hentar sinni húðtýpu og það er til endalaust af þeim, svo það er engin afsökun til.
Ég veit ekki hvað ég oft heyrt fólk segja “ég nota bara vatn” ég fæ verki að heyra þetta… vatn er ekki nóg, vatn er þurrkandi fyrir húðina og gerir ekkert fyrir þig nema í formi drykkjar.

Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að bursta tennur og hreinsa húðina. Á næturnar svitnum við og húðin verður óhrein í kjölfarið og ég hef ekki mikla löngun að labba út í daginn með þau óhreinindin í andlitinu. Þegar húðin er orðin hrein get ég skellt á mig kremi sem vinnur vel allann daginn og farða, (farðinn verður líka alltaf fallegri með hreinni húð undir)
Á hverju kvöldi hreinsa ég í burtu farðann mér sérstökum hreinsi sem er ætlaður fyrir það, hreinsa svo húðina sjálfa (án allann farða), set á mig kremin mín, þannig fá þau að virka sem best, á tandurhreinni húð.

Ef þú ert ekki viss með hvernig hreinsi þú ættir að fá þér fyrir þína húð þá mæli ég með að fá aðstoð í búðunum en ég lofa því að þú munt finna einhvern góðan sem hentar þinni húðtýpu.
Mörg vörumerki bjóða upp á marga mismunandi hreinsa fyrir mismunandi húðtýpur svo hver og einn getur fundið eitthvað við sitt hæfi.

GLAMGLOW hefur sett á markaðinn svo flotta hreinsa sem taka mið á hverri húðtýpu fyrir sig.
Ég var svo heppin að fá að prófa þrjá þeirra en ég er dyggur aðdándi Glamglow.

GALACTICLEANSE Hydrating Jelly Balm Cleanser
Hlaupkenndur hreinsir sem breytist í mjólkurhreinsi þegar hann kemst í snertingu við vatn.
Hreinsirinn bræðir í burtu farðann og önnur óhreindini í húðinni
Formúlan er ótrúlega mjúk á húðinni og gefur húðinni góðan raka.
Húðtýpa: Þurr, blönduð, normal 

GENTLEBUBBLE
“Daily Conditioning” fyrir húðina. Mildur hreinsir sem hreinsar í burtu farða og önnur óhreinindi. Mér finnst formúlan mun mýkri á þessum en GalacticCleanse og ég finn ótrúlega vel hvað hann er að næra húðina mína vel, mætti segja að ég sé hrifnari af þessum. Hann hentar fullkomlega vel þegar húðin mín er viðkvæm, þurr. Ég hef líka notað þá saman, hreinsað farðann með GalacticCleanse og síðan hreinsað húðina með GentleBubble (en það er einmitt mikilvægt að húðin sé vel hreinsuð eftir að farðinn sé farinn af) 
Húðtýpa: Þurr, viðkvæm, normal

TROPICALCLEANSE Daily Exfoliating Cleanser
Mjög mildur skrúbbur sem endurnýjar húðina og hreinsar í burtu dauða húð og önnur óhreindini. Hann veitir húðinni hálfgerðan ljóma eftir hreinsun og hann hentar einstaklega vel fyrir viðkvæma húð. Það er mjög mikilvægt að húðin sé hreinsuð extra vel amk 1x í viku til að taka í burtu dauðar húðfrumur sem liggja oft á yfirborði húðarinnar. 
Ég er ekki hrifin af að húðin sé skrúbbuð oftar en 1-2x í viku en þessi skrúbbur er afar mildur svo hægt er að komast upp með að nota hann oftar. 
Húðtýpa: allar + fullkominn fyrir viðkvæma húð. 

//
I have loved Glamglow since I bought my first facial mask five years ago.
I love that they have included so many great products to their brand. Such as these cleansers.
I was so lucky to have a chance to try these.
Cleansing your face morning and night is very important. So important because your skin will damage with time if you don’t treat her well.
GlamGlow has launched many great cleansers so everybody is able to find their perfect one for their skin type.
Really recommend that you take a look at them and find your one and only that will protect your skin.