BECCA x Khloé Kardashian & Malika Collection

English below

Hver er ekki búin/búinn að heyra um þetta samstarf? Samstarf sem örugglega flestir snyrtivöru unnendur hafa beðið eftir lengi.
Becca er þekkt fyrir svo ótrúlega flottar og fallegar vörur og sérstaklega þegar kemur að veita húðinni fallegan ljóma
Vinkonurnar Khloé og Malika hönnuðu í samstarfi við Becca Cosmetics þessa guðdómlegu línu. Línann inniheldur 7 vörur en þær hönnuðu sitthvora palettuna sem inniheldur kinnalit, bronzer og highlighter, sitthvora rauðu varalitina, nude varaliti og bronz/highlighter sem er pressað í pínu litla stafi (X, O og hjarta), svo cute !

Ég tók forskot á sæluna og nældi mér í nokkra hluti.
Mig langar helst í alla línuna svo falleg er hún.

Ég valdi mér palettuna hennar Khloé en hún er ljósari en palettan sem Malika hannaði og hentar mér því betur.
Ég ákvað að taka báða Nude varalitina, ég var örugglega í hálftíma að reyna að velja hvorn ég ætti að taka en svo bara F*** it ég gat ekki valið (lúxusvandamál I know!)
En einnig fannst mér bronze/highlighter boxið svo mega cute að það varð að fylgja með.

Ég er búin að nota palettuna síðan ég fékk hana en hún er svo falleg ! Ég er mjög skotin í dekkri kinnalitnum en ég hef notað hann mikið. Highlighterinn er ekki of extreme heldur fullkomin dagsdaglega til að búa til hinn fullkomna ljóma.
Varalitina hef ég einnig haft mikið í veskinu og ég gríp alltaf í þá báða, mér finnst þeir meira að segja mjög flottir saman.
Formúlan er kremuð, helst vel á, alls ekki þurrkandi á vörunum en litsterkir.



Mig dauðlangar í báða rauðu varalitina líka. Er mjög skotin í Khloé’s Hot Tamale þeir eru svo fallegir að ég iða !!


Línan er komin í búðir ! Ætti enginn að láta þessa línu fram hjá sér fara, Becca….

//
I couldn’t resist my self when the Becca BFFS was launch
Khloé and her friend Malika did an amazing job with this. Products are so beautiful
I picked out Khloé’s palette since its a little lighter which is perfect for me, I may have spent half an hour trying to pick which nude shade I wanted so I ended up with both.
The lipsticks are so amazing, creamy, pigmented and they stay well in place.
I’m dying to get the red one too.