
Stjörnumerktarvörur fékk höfundur að gjöf **
Ég var vön að hafa vikuleg updeit á Instagraminu mínu um mínar uppáhalds / mest notuðu vörur í augnablikinu eða “Top Tuesday” eins og ég kallaði það, “Wednesday Wishlist” var líka á dagskrá þar sem ég sýndi frá vörum sem mér þykir mjög spennandi . Mér fannst það orðið frekar þreytt að hafa þetta vikulega svo ég ákvað að skella þessu frekar mánaðalega á bloggið og koma þá kannski með fleiri vörur í einu.
Byrjum á uppáhalds vörunum þennan mánuðinn.

BECCA X Khloé Kardashian Bronze, Blush & Glow Palette
Það eru eflaust margir spenntir fyrir þessari línu, ég hreinlega gat ekki beðið lengur og tók forskot á sæluna og gladdi sjálfan mig með nokkrum hlutum úr þessari línu m.a. þessari palettu, ég ætla ekki að segja mikið frá henni hér þar sem ég bloggaði um hana í vikunni, ég hef notað hana ótrúlega mikið síðan ég fékk hana í hendurnar. (Bloggið má finna hér)

BECCA X Malika Haqq Ultimate Lipstick Love – Yours Truly
Varaliturinn kemur úr sömu línu, svo ótrúlega fallegur, kremaður og fullkominn í hvaða tilefni sem er. Það má einnig finna umfjöllun um hann á blogginu um línuna.

My Clarins RE-MOVE Micellar cleansing milk. **
Þessi vara hefur verið mikið notuð síðan ég fékk hana.
Ég fór á kynningu hjá Clarins, og fékk þessa vöru að gjöf (sjá allt um hana á blogginu hér)
My Clarins er lína sem er gerð úr 88% náttúrulegum innihaldsefnum. Þessi vara er samblanda af hreinsimjólk og andlitsvatni, ótrúlega mjúk formúla, hreinsar farðann mjög vel af, ertir ekki og húðin nærist svo vel á meðan.

My Clarins RE-BOOST Matifying Hydrating Cream. **
Ég er orðin háð þessu kremi.
Kremið kemur úr sömu línu og hreinsimjólkin. Vörurnar eru ætlaðar húðgerð á aldrinum 18-30 ára en að sjálfsögðu mega allir nota línuna. Ég kýst oft að nota léttara krem á daginn og þyngri og með meiri virkni yfir nóttina. Ég er búin að grípa stanslaust í þetta á daginn. Lyktin er svo æðisleg, það fer hratt inn í húðina. Kremið er fyrir olíumikla húð og á að draga úr umfram olíu og matta hana, ég tók strax eftir því að húðin var ekki eins glansandi og fitug. RE-BOOST kremið gefur líka mjög góðan raka.

Face Stockholm – Cream Lipstick – Dream **
Ég fékk þennan varalit í gjöf um daginn frá Noridic Beauty. Ég varð ótrúlega spennt þar sem ég hafði aldrei prufað vörur frá Face Stockholm. Hann kom mér ótrúlega mikið á óvart. Ég er hrifin af kremuðum varalitum og hann er með fullkomna formúlu. Liturinn helst líka vel á og hann er fullkominn ! Orðinn einn af mínum uppáhalds

Inglot – All Covered Foundation **
Ef þú villt farða sem veitir þér fulla þekju þá er þessi ekki að fara að bregðast þér !
Ég elska farða með fulla þekju. Þessi er að detta í topp listann minn, það er svo auðvelt að blanda honum, helst vel á, áferðin er svo falleg. Ég á hann í aðeins of dökkum lit, þarf að verða mér úti um ljósari lit svo ég geti notað hann meira. Mæli algjörlega með.

Charlotte Tilbury Hollywood Flawless Filter
Þessi vara er eitthvað annað. Hún gerir húðina svona 10x fallegri.
Þetta er ljóma primer (eða það kalla ég þetta amk) Vöruna er hægt að nota á svo marga vegu, blanda í farða til að fá ljómandi húð, setja undir farða, setja aðeins á kinnbein og önnur svæði sem maður vill lýsa aðeins upp. Setja ofan á farðann fyrir fallegan ljóma. Húðin fær svo ótrúlega fallegan og náttúrulegan ljóma.

NYX Professional Makeup Lipliner – Nude Beige
Þetta er varablýantur sem ég nota hvað mest. Ég nota hann nánast með öllum mínum Nude varalitum. Mér finnst hann passa við allt !
Hann er brúnn að lit, frekar kaldur, það sem ég fýla við hann er að það er auðveld að stjórna litnum á honum, ég nota hann yfirleitt mjög daufann, aðalega til að móta og ýkja varirnar. Ég er mikill aðdándi varablýantana frá NYX og á alveg þó nokkra.

Loreal Dream length Heat Mask. **
Ég elska hármaska !
Þennan fékk ég þegar ég vann smá verkefni með Ölgerðinni, ég hef prufað aðeins línuna í heild og hún er æðisleg !
En maskinn er mitt uppáhald, ég hef átt nokkra svona. Í bréfinu er s.s hármaski sem þú berð í blautt hárið, sérstök hetta fylgir með til að vernda hárið meðan maskinn vinnur. Hettan hefur þá eiginlega að “hita” hárið svo þú fáir allt úr maskanum. Hárið mitt var svo mjúkt ! (ég er líka veik fyrir hárvörum með góða lykt) ég gæti búið í bréfinu lyktin er svo góð
