Monthly Wishlist – Febrúar

Mér finnst svo ótrúlega gaman fylgjast með öllu því sem er að gerast í snyrtivöru heiminum, ég hef mikið gaman að skoða nýjar vörur frá merkjunum, lesa mér til um hvað er í uppáhaldi hjá öðrum, uppgötva ný ilmvötn og ný merki. En þetta er mjög hættulegt áhugamál, óskalistinn lengist alltaf og lengist en er ekki bara hollt að láta sig dreyma??

Clinique – Take the Day off makeup remover for lids, lashes & lips
Ég er með ótrúlega viðkvæm augu og get ekki notað marga augnfarðahreinsa án þess að verða rauð og illt í húðinni. Ég hef heyrt ótrúlega góða hluti um þennan og hann henti viðkvæmapésum eins og mér mjög vel. Ég á andlitshreinsirinn úr þessari línu og ég elska hana svo ég efa að ég verði svikin.

Drunk Elephant – C-Tango Multivitamin Eye Cream
Mitt allra allra uppáhalds augnkrem !! Ég nota það á kvöldin (finnst það of þykkt fyrir daginn) en það er svo nærandi og hefur mikla virkni. Finnst það einnig róa augnsvæðin mín tölvuvert þegar húðin er viðkvæm. Ég er nýbúin að klára mitt og þarf að næla mér í nýtt sem allra fyrst.

St.Tropez Tan Express
Mikill aðdándi St.Tropez og hef verið lengi. Veit ekki af hverju eg hef ekki komið mér í að prófa þessa froðu (er svo vanaföst held ég með brúnku) En hef heyrt margt gott um hana. Ef ég er með réttar upplýsingar þá tekur það froðuna aðeins 3 tíma til að ná sínum dekksta lit en hægt er að stjórna litnum sjálfur með að fara í sturtu eftir klukkutíma, 2 eða 3 eftir hversu dökkur liturinn á að vera.


Origins – GinZing Refreshing Eye Cream
Ég nota alltaf mun þynnri formúlur af augnkremi á morgnana, finnst þæginlegra að farða yfir það. Hef haldið upp á Ginzing augnkremið lengi frá Origins, hef örugglega klárað 10x dollur af þessu. En þetta undurkem er fullkomið á morgnana, dregur úr þrota og birtir verulega til á augnsvæðinu.

YSL – Black Opium Floral Shock
Ilmvatns perrinn í mér hefur ekki getað hætt að hugsa um þennan ilm !
Hann sniðinn mér ! Svo er líka glasið svo fáranlega flott !! Need Need Need !

Urban Decay – Brow Blade Ink Stain + Waterproof Pencil
Nýjasta viðbótin hjá Urban Decay. Út komu ótrúlega flottar vörur aðeins ætlaðar augabrúnum. Þessi vara talaði hvað mest til mín en á öðrum endanum er örmjór blýantur sem er fullkominn í búa til strokur í augabrúnirnar en á hinum er mjór blýantur til að fylla vel inn í.

Loreal Dream Length Savior Mask
Eftir að hafa prufað flest úr línunni er ég ótrúlega spennt fyrir hármaskanum. Ég talaðu um það HÉR hvað mér þætti hinn hármaskinn góður en mér finnst nauðsynlegt að eiga annan heima sem er ekki einnota. Línan er ætluð hári sem er frekar skemmt, með skemmda enda osfrv. Þó svo hárið mitt er alls ekki skemmt þá hefur línan farið ótrúlega vel með, why stop now??

Smashbox- Cali Contour
Getum við ekki öll verið sammála um hversu flott þessi vara er?
Mig er búið að langa í hana mjög lengi og er alltaf að gera upp við mig hvort ég eigi að leyfa mér hana eða ekki. Í palettunni er bronzer, skyggingalitur, ljómi, og kinnalitur. Og allt gullfallegir litir. Ég er svo skotin í kinnalitnum !