Farðar – Topp listinn minn

Vörur sem höfundur fékk að gjöf eru merktar **

Ég hef ótrúlega gaman að prufa nýja farða og finnst ómetanlegt þegar ég finn farða sem ég gjörsamlega elska ! Ég er dugleg að skipta um farða eftir hvernig skapi ég er í hvern daginn en ég á þó nokkra sem ég verð alltaf að eiga og bregðast mér aldrei.

Diorskin Forever
Ég hef átt og notað þennan mjög lengi.
Formúlan er milli létt (getur maður sagt það??) Hún er allavegana ekki of þykk en hann hylur mjög vel. Áferðin verður svo falleg, finnst oft hann gefa húðinni minni svona “airbrush” áferð.
Farðinn helst mjög vel á, ég nota þennan líka nánast alltaf ef ég þarf að blanda út í aðra farða.
Núna er kominn ný týpa af þessum farða, Diorskin Forever Glow, miðað við reynslu mína af þessum þá er ég mjög spennt að prófa hann.

NARS Sheer Glow
Þegar ég fer út og þarf að farðinn haldist “flawless” allt kvöldið þá á ég tvo farða sem ég skiptist miki á að nota. NARS er meðal annars annar þeirra. Formúlan er örlítið þykkari en í Dior, hann er veeeel þekjandi, ótrúlega auðvelt að blanda honum.
Hann helst á allann daginn, færist ekki og húðin verður svo falleg með hann.
Maður þarf líka ótrúlega lítið af honum og það er vel hægt að byggja hann upp.

Estee Lauder Double Wear
Það hafa örugglega margir heyrt um þennan farða og heyrt það að hann sé magnaður.
Ég get alveg tekið undir það að það er enginn lýgi.
Hann virðist einhvern veginn henta öllum, haldast vel á öllum og þekja svo fallega húðina á öllum.
Hann er í miklu uppáhaldi og er þetta annarr farðinn sem ég grýp í þegar ég þarf að húðin haldist flawless í lengri tíma.
Mér finnst mjög erfitt að gera á milli hans og NARS Sheer Glow en það sem mér finnst NARS Sheer Glow hafa fram yfir þennan er að það er meiri ljómi í honum.

Clinique Beyond Perfecting Foundation + Concealer
Hugmyndin af þessum farða er að hér ertu kominn með farða og hyljara í sömu formúlu.
Farðinn kemur með “svamp ásetjara” sem gerir þér kleift að nota hann sem hyljara eingöngu líka.
Formúlan er í þykkara lagi, hún hylur alveg ótrúlega vel.
Þennan farða nota ég dagsdaglega og sérstaklega ef ég er á hraðferð, því ég veit að hann mun alltaf koma vel út og ég er mjög fljót að setja hann á. Mér finnst best að nota ásetjarann og setja litla punkta á andlitið og blanda vel út með beautyblender. Farðinn helst mjög vel á og áferðin virkar mjög létt og falleg. Mig langar lúmskt í ljósari lit til að nota sem hyljara.

YSL All Hours **
Þessi var búinn að vera lengi á óskalistanum og ég varð svo ekki fyrir vonbrigðum þegar ég fékk hann. Hann minnir mig svoldið á Dior Forever en mér finnst auðveldara að blanda þessum út. Hann helst ótrúlega vel á húðinni.
Ég verð oft glansandi í gegnum farða með tímanum þar sem húðin mín getur orðið svoldið feit, mér finnst ég ekki glansa eins mikið þegar ég er með þennan sem er mjööööög stór plús hjá mér.