Mon Guerlain Bloom Of Rose

Vöruna fékk höfundur að gjöf // English below

Ég fékk fallegasta pakka sem ég hef augum litið á um daginn.
Gjöfin kom í stórum þungum kassa og þegar ég opnaði hann tók á móti mér unaðslegur rósailmur og fallega viðbótin í Mon Guerlain línuna. Ilmurinn var umkringdur 20 rósum sem voru svo fallega raðaðar í kassann.

Mon Guerlain Bloom Of Rose er sá fjórði í Mon Gueralin línunni vinsælu og er glasið í stíl við alla línuna, hálsinn skreytir bleikum lit í stíl við rósirnar sem ilmurinn inniheldur. 
Mér finnst Mon Guerlain svo ótrúlega flott, bæði glösin og ilmirnir eru svo falleg og kvenleg. Hugmyndin bakvið ilminn er skilaboð til kvenna að lifa lífinu til fulls og njóta augnabliksins. Angelina Jolie skartar sínu fegursta sem andlit ilmsins.

Ilmurinn er ótrúlega ferskur og sumarlegur með ríkjandi rósarilm.

Mon Guerlain Bloom of Rose inniheldur sömu nótur og í hinum ilmunum nótur af Lavender, Jasmin, Vanilla en í viðbótin er búlgarísk rós.

Þessi ilmur er kominn í mikið uppáhald hjá mér, ég fékk smá sumarkikk og gleði í hjartað þegar ég fann lyktina fyrst.
Það sem ég er hrifin af er hvað hann er ferskur og kvenlegur, en hann er ekki of sterkur heldur.
Hann dafnar ótrúlega vel á húðinni og finnst hann verða betri og betri þegar líður á tímann.

Fullkominn sumarilmur með fullkomin skilaboð til kvenna.

// English Version
I received this PR package the other day, hands down the prettiest packages I have ever gotten!
And oh my, the smell that I got when I opened this was like I had a million roses in the room, so good.
The perfume itself, Mon Guerlain Bloom of Rose is the fourth edition in the Mon Guerlain line.
It is so fresh, floral, joyful and perfect for summer.
The notes are the same as the other editions, lavender, jasmine and vanilla, they added Bulgarian rose.
I’m so impressed, the scent is so fresh, so feminine and not too strong.
I really like it.