Essence… hvað er það??

* Vöruna fékk höfundur að gjöf *
English below

Lotion eða Essence (heitir í raun báðum nöfnum) er mjög vanmetin vara að mínu mati. Ég held að þetta sé vara sem ekki margir þekkja og vita ekki hvaða tilgangi hún gegnir, hún er samt ómissandi í húðrútínu.

Ég hafði heyrt um þessa vöru þegar ég kynnti mér kóreska og japanska húðrútínu en aldrei prufað sjálf eða kynnt mér nógu vel hvernig hún virkar.
Ég fékk ekki fyrir svo löngu mína fyrstu Essence vöru frá Origins og varð ég því mjög spennt að prófa.

Essence er vatnskennd formúla sem á að notast á hreint andlitið eftir tóner, kvölds og morgna. Það má setja vökvann í bómul og strjúka yfir andlitið en mér finnst best að hella smá í lófann og dreyfa vel yfir andlitið og pressa vörunni vel inn í húðina.

Essence er ótrúlega virk vara og ómissandi í rútínuna þína (Í Kóreu og Japan vilja þau meina að þessi vara sé mikilvægari en rakakremið). Varan er að gefa þér svo ótrúlega mikinn og góðan raka, á annan hátt en rakakremin þín. Þessi undravökvi er eins og samblanda af tóner, serumi og rakakremi, all in one !
Formúlan er þunn/vatnskennd svo hún smýgur hratt inn í húðina.
Essence undirbýr húðina einnig fyrir komandi kremum svo húðin taki betur á móti þeim.

Ég fann strax mun á húðinni, hún varð svo rosalega mjúk og með reglulegri notkun fannst mér hún orðin örlítið þéttari.
Essence-ið sem ég hef verið að nota frá Origins er ætlað viðkvæmari húð, það róar líka húðina og dregur úr roða, fullkomið fyrir húð með rósroða!

Shiseido – Eudermine
 

Það eru til ótal týpur af Essence á markaðnum, ég hef oft séð essence vöruna frá Shiseido en aldrei vitað hvers konar vara þetta væri, núna er ég ótrúlega spennt fyrir henni en Shiseido var fyrsta japanska merkið til að koma með Essence á markaðinn árið 1897.

Húðin mín er mun betri og fallegri síðan ég bætti þessu skrefi í húðrútínuna mína, Þetta aukaskref tekur innan við mínútu, það er ekki neitt til að fá betri og fallegri húð fyrir vikið.

Nokkrar Essence vörur sem ég er spennt fyrir:

//
Have you introduced Essence to your skincare routine?
Do you know what Essence does for your skin? I think its a product that not many people know exists or how to use. But it is a step that should be in every skincare routine!
Essence is not a toner, serum or moisturizer, its all of the above! Its a product that will nourish your skin in the best possible way, it will prepare your skin for your serum and moisturizer so they will work even better!
The formula is watery and absorbs fast into the skin, the best way is to place it with your hands and press it well into the skin.
It a crucial step in Korean and Japanese skin-care routines and also in mine too. My skin is so more hydrated, so beautiful and feels tighter after I started adding this to my skincare routine.