INGLOT – All Covered

* Vöruna fékk höfundur að gjöf *

Þegar ég vel mér farða þá oftar en ekki vel ég farða sem þekur vel.
Húðin mín var mjög slæm ekki fyrir svo löngu en þökk sé húðlyfjum og góðum húðvörum hef ég náð að halda henni nokkuð fínni núna í langan tíma, en þegar ég var sem verst þá valdi ég helst alltaf vel þekjandi farða til að hylja allan roða sem ég hafði í húðinni, þó svo ég þurfi ekki að hylja eins mikið í dag þá er ég alltaf hrifnust af vel þekjandi farða og kosturinn er að auðvelt sé að vinna með þá.

Ég heillaðist algjörlega þegar ég sá þekjuna og formúluna í nýja farðanum frá Inglot ALL COVERED
Formúlan er ótrúlega mjúk og mjög þekjandi. Það er ótrúlega auðvelt að setja farðann á og blanda honum. Mér finnst best að setja minna af honum og biggja mig upp en maður þarf ótrúlega lítið af farðanum til að fá góða þekju og fallega áferð. Áferðin á farðanum er æði, húðin verður svo falleg !

Liturinn sem ég fékk er aðeins of dökkur fyrir mig en ég hef getað lýst hann upp með dropum sem ég á og notað hann þannig ef ég er með brúnkukrem en ég mun klárlega fá mér ljósari til að geta nýtt hann betur.

Ég er búin að prufa hann líka til lengri tíma og hann helst ótrúlega vel á yfir daginn.
Farðinn er líka vatnsvarinn og gefur ótrúlega góðan raka, Mér líður ekki eins og ég sé með þungan og mikinn farða á mér þegar ég nota All covered farðann sem er mikill kostur. Það er einnig til All Covered hyljara sem ég er mjög spennt að prófa.
Hann fær 100% meðmæli frá mér !

INGLOT ALL COVERED FOUNDATION