
** Vörurnar fékk höfundur að gjöf **
Dagana 14-20.mars eru GlamGlow x Smashbox kynningar í Hagkaup Kringlu og Smáralind. Í boði er 20% afsláttur af öllum vörum í merkjunum þessa daga og fannst mér tilvalið að deila með ykkur mínum uppáhalds GlamGlow vörum.
Ég hefði auðveldlega geta nefnt þær allar þar sem ég er mikill aðdáandi GlamGlow og hef verið síðan ég kynntist merkinu fyrir mörgum árum, ég verð alltaf jafn spennt þegar ný vara kemur út.
En til að reyna að takamarka orðafjöldann þá ákvað ég að hafa bara TOP 5 vörurnar mínar ( það er sko challenge að velja aðeins 5 vörur !! ) en mér tókst það eftir smá kvíðakast og mikinn valkvíða
En áður en ég byrja á því langaði mig svo að tala um Instamud, þessi snilldar maski er loksins kominn aftur.
Instamud er hreinsimaski sem hreinsar húðina á aðeins 60.sekúndum. Hann er fullkominn þegar maður er latur eða á hraðferð því hann vinnur vel sína vinnu á aðeins mínútu.
Á þessari mínútu byrjar maskinn smá að freyða og litlar loftbólur myndast í formúlunni sem hafa smá kitlandi áhrif á húðina.
– Maskinn minnkar húðholur
– Jafnar húðlit
– Húðin verður silkimjúk
Einn af mínum uppáhalds
Vörurnar eru ekki skrifaðar í séstakri röð

ThirstyMud
Mín allra fyrsta vara sem ég keypti frá GlamGlow ásamt hreinsimaskanum Supermud.
Þessi undra rakamaski hefur verið í lífi mínu núna í rúm 5 ár og er hann einn af þeim se ég passa mig alltaf að eiga til. Maður verður háður honum ! Tilfingin sem hann gefur húðinni er svo góð, kælandi og róandi.
– Húðin fær fullt af raka
– Hann dregur úr þrota
– Róar húðina og skilur hana eftir svo mjúka.
Þessi maski er rakaBOMBA og ég gríp alltaf í hann þegar ég vil gefa húðinni minn extra mikinn raka. Svo verður húðin líka svo fallega ljómandi eftir.

GravityMud
Einn flottasti maski sem ég á. Hann er silfurlitaður en hefur einnig verður gerður í mörgum öðrum útgáfum, glimmer, bláum, bleikum osfrv.
Þessi maski er ótrúlega virkur ! Maður finnur það um leið og hann er settur á. Maskinn er peel off (maski sem harðnar á húðinni og þú rífur af, hann er alveg sársaukalaus þessi) Hefur góð og kælandi áhrif á húðinni meðan hann vinnur.
Maskinn hefur þá eiginleika að
– Styrkja húðina
– Lyfta húðinni og þétta
– Móta og eykur teygjanleika hennar
Mér finnst maskinn eins og góð andlitsmeðferð sem inniheldur mikla virkni fyrir húðina, nema bara heima í stofu á náttfötunum, mega kósý
Fullkominn fyrir 30 ára+

FlashMud
Ó þessi elska ! Mér finnst eins og ekki margir skilji hvað þessi maski gerir fyrir húðina. You will be amazed !
Eins og allar vörurnar frá GlamGlow er þessi maski líka mjög virkur. Maskinn inniheldur lítil korn, mér finnst best að bera hann á með höndunum, nudda hann vel inn í húðina með hringlaga hreyfingum og leyfa honum að liggja á í 30 mín og skola svo af.
En maskinn er að veita húðinni ljóma.
– Birtir til húðlitinn
– Gefur aukinn ljóma
– Jafnar húðlitinn.
Mér finnst þessi æði !!! Ég nota hann reglulega og ég sé alltaf góðan mun á húðinni minni eftir notkun. Húðin verður mun heilbrigðari, bjartari og mér líður eins og ég sé öll ferskari.
Ef þú ert ekki viss hvaða maska þú eigir að kaupa þá myndi ég taka þennan, hann er nauðsynlegur alltaf fyrir alla.

GlowStarter – Nude Glow
Ljómakrem sem kemur í þremur litum.
Glowstarter er rakakrem sem inniheldur ótrúlega fallegan og náttúrulegan ljóma.
Kremið inniheldur m.a fullt af góðum vítamínum fyrir húðina og hyaluronic sýru
Hægt er að nota rakakremið á marga vegu.
– Setja yfir allt andlitið og nota sem rakakrem
– Blanda út í farða
– Nota aðeins á kinnbein og aðra staði sem maður vill hafa ljóma
(ég kýs þessa aðferð þar sem ég á til að glansa á T-svæðinu)
En ljóminn skín svo ótrúlega fallega í gegnum farðann ef ég set kremið á hreina húð undir, hann er mjög náttúrulegur.

Tropical Cleanser
Þessar umbúðir eru svo girnilegar right??
Tropical hreinsirinn er mildur hreinsir og skrúbbur sem hreinsar húðina og endurvekur ljóma hennar.
Skrúbburinn er fullur af andoxunarefnum og ávöxtum sem næra húðina og djúphreinsa hana.
Skrúbburinn er það mildur að það má nota hann daglega.
Húðin verður svo mjúk eftir notkun, ég er að nota þennan ca 2x í viku.
Svo er lyktin líka svo góð !!
Tilvalið að nýta sér afsláttinn í að byrgja sig upp af sinni uppáhalds vöru eða jafnvel prufa nýja
