Baráttan við bólurnar… hvers vegna er raki svona mikilvægur??

Hversu oft hafiði heyrt, þessi maski er æðislegur fyrir bólur, þessi hreinsir er fullkominn fyrir bólótta húð.
Ég var lengi í baráttu við bólur, roða og bólgur í húðinni.
Hver einasti dagur hja mér snerist um að finna besta hyljarann til að fela bólurnar og roðann sem þeim fylgdi og töfra vöruna sem hreinsaði þetta allt burt. Ég fékk aldrei unglingabólur og var mjög heppin, þar til ég varð óheppin.
Ég fékk ekki aðeins mikið af bólum heldur fylgdi þeim rosalegur roði sem sat eftir og haggaðist ekki þó bólan væri bak og burt ! Glatað !

Ég prufaði ALLT en ekkert virkaði til lengri tíma. Allir maskarnir sem eiga að vera svo góðir fyrir bólur voru keyptir, allir andlitshreinsar sem eru fullkomnir fyrir feita/bólótta húð, krem fyrir feita húð, forðaðist eins og heitann eldinn raka, feit krem og olíur því ég vildi að sjálfsögðu ekki stífla húðina mína enn frekar og mér var alltaf sagt að það þyrfti að hreinsa hreinsa hreinsa. En húðin mín varð bara verri ef eitthvað er, las mér til um öll krem sem áttu að vera svo frábær og vinna gegn bólum, ekkert virkaði.
Ég var að verða geðveik og þetta sat svo á sálinni minni og öryggið var ekki upp á sitt besta. Ég var svo heilaþvegin að nota vörur sem áttu að vinna gegn feitri húð og bólum að ég hugsaði ekki alveg hvað húðin mín var farin að skorta.
Það var eitt sem mér var aldrei bent á sem átti eftir að bjarga húðinni minni.

Í einni ferð minni á snyrtistofu var húðin mín rakamæld (eitthvað sem ég hafði aldrei pælt í) og ég fékk sjokk. Hún sagði við mig að góð húð að sumri til væri í héldi í 90-100% raka, ég var í 40% en samt með blandaða til feita húð, hvernig?
Ég hélt að húð gæti verið bara normal, feit, blönduð eða þurr.

Ég var ekki alveg að skilja þetta, hvernig gat húðin mín verið feit / blönduð en samt þurr?? Eftir að ég gjörsamlega sökk mér í fræðslu og skoðaði ALLT internetið, keypti mér bækur þá komst ég loks að því að feit/blönduð húð getur skort allann raka og verið mjög þurr svo það sjáist ekki á yfirborðinu.
Húðin mín var farin að skorta allann raka innan með sér og með því var hún farin að framleiða meiri olíu sem þýðir fleiri stíflur og fleiri bólur. Þetta er nefnilega smá trikký, því í fyrsta lagi hafði ég aldrei heyrt um a húð gæti orðið þurr að innanverðu og að hún myndi þá framleiða meiri olíu.
En af hverju var hún svona þurr? Og hvað hefur það í för með sér?
Jú sko allar töfravörurnar sem ég var orðin svo heilaþvegin af voru búnar að þurrka upp á mér húðina ! Allar þessir hreinsar, þessir maskar eru svo þurrkandi (því jú þeir hafa þá eiginleika að þurrka upp bólurnar) og húðina þá líka ef hún fær ekki nóg af næringu til baka. Rakakremið mitt eitt og sér eftir svona þurrkandi maska, þurrkandi tóner og þurrkandi hreinsi er bara ekki nóg.
Ég var farin að forðast myndatökur með flassi eins og heitann eldinn á þessum tíma því húðin mín var orðin svo þurrkuð að hún var orðin grá (ég er ekki að ýkja) og allar litlu “fínu” línurnar (eins og broslínan og línurnar á enninu) voru orðnar svo vel áberandi, aðeins 28 ára !! GLÆTAN – finnum lausn !!!

Hvað var til ráða? Jú húðinni minni vantaði raka.
Það fyrsta sem ég lærði var að sleppa ÖLLUM vörum sem innihalda alkahól. Aldrei hafði ég pælt í því hvað mikið af vörum innihalda alkahól og hvað við notum mikið af þeim. Bara andlitshreinsirinn og tónerinn, á hverjum degi, kvölds og morgna, þið getið rétt ímyndað ykkar hvað þetta er að þurrka húðina. Ég tók í burtu allar vörur sem innihéldu alkahól og bætti inn vörum sem voru með vatni frekar efst í innihaldslýsingunni. Allir tónerar sem innihéldu alkahól voru bak og burt !
Ég drekkti húðinni minni í rakamöskum einu sinni til tvisar í viku og passaði mig að nota ALLTAF rakagefandi maska eftir þurrkandi/hreinsandi maska.
Síðan var ég svo heppin að kynnast The Ordinary og þeim sýrum sem þau framleiða. Lærdómurinn hélt áfram og ég sökk mér í að læra um hverja sýruna á fótum annarri. Hyaluronic sýran bjargaði lífi mínu. En það er sýra sem er í raun bara aukinn raki í dollu ! Sýran bindur rakann í húðinn og kemur í veg fyrir að hann “gufi” upp. En sýrurnar eru í raun bara efni í allt annað blogg.
Ég minnkaði alla notkun á hreinsandi möskum, skipti út öllum kremunum mínum fyrir meiri rakagefandi krem og bætti inn olíum. Einnig hætti ég algjörlega að skrúbba húðina því það er það VERSTA sem þú getur gert þegar húðin er að berjast við bólur og þig vantar raka. Húðin ertist og fer að berjast við að fá raka og framleiðir meiri olíu. Lausnin var að skrúbba hana að innanverðu með sýrum.
Breytingin var ótrúleg !! Fínu línurnar minnkuðu töluvert (Thank god !!) og húðliturinn varð bjartari með hverjum deginum, ljómi kom í húðina og bólurnar og bólgur minnkuðu.

Ég endaði þó á mjög vææægum skammti á húðlyfjum því ég átti mjög erfitt með að losna við rauðu flekkina sem sátu alltaf eftir. Hægt og rólega var ég farin að finna rutínu sem hentaði minni húð og var fljót að átta mig á ef húðin mín þyrfti eitthvað extra.

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa svona ítarlega um þetta er sú að ég heyri allt of marga á mínum aldri kvarta “ég er farin að fá svo djúpa hrukku á milli augnanna” Eða það er farið að myndast svo miklar hrukkur hér, og þar” Nei elskan mín, þetta er að öllum líkindum innanborðs þurrkur, húðin þín er farin að skreppa saman því hún er þyrst ! Gefðu henni að drekka og tölum saman eftir nokkrar vikur.
Og svo þekki ég líka vel vanlíðan við að vera með endalausar bólur, roða og bólgur. Kýkiði a innihaldsefnin á vörunum sem þið notið, ekki vera hrædd við olíur og feit krem.

Ég ætla deila með ykkur þeim vörum sem algjörlega björguðu mér.

The Little Book of SkinCare
Ég keypti mér þessa bók því ég heillaðist algjörlega af Japanskri húðrútínu þegar ég var að leita mér ráða. En þessi bók er mikil hjálp þar sem höfundurinn er kona sem hugsaði aldrei um húðina fyrr en hún flytur til Japans og lærir þar heilmikið sem hún deilir með í bókinn. Mæli með fyrir alla sem vilja læra meira um húðina og hvernig skal hugsa um hana.

Skyn Iceland – The ANTIDOTE Cooling Daily Lotion
Rakamikið krem sem gefur frá sér kuldatilfinningu. Kuldinn róar húðina samstundis, dregur úr þrota og vinnur einnig vel gegn bólum og bólgum. Kremið veitir rosalega góðan raka og nærir húðina ótrúlega vel.

The Ordinary – 100% Cold Pressed Rose Hip Seed Oil
Þessi olía er frábær. Lyktin er hinsvegar ekkert frábær en maður kemst í gegnum það.
Mikilvægt er að olían sé 100% því hér viljum við ekki að nein aukaefni séu komin í vöruna því við það missir hún eiginleika sína.
Olían vinnur vel gegn örum og roða í húðinni (og líka gegn fínum línum, hötum það ekki)
Ég sá mikinn mun á húðinni minni þó svo örin fóru aldrei en þau voru ekki jafn áberandi með tímanum)

GlamGlow ThirstyMud
Ég kynntist þessum maska fyrir rúmum 5 árum síðan og ég hef alltaf átt hann síðan. Hann er minn allra uppáhalds maski. Ég nota hann á næturnar til að fá sem mest út úr honum. Hann gefur líka frá sér kæli tilfinningu sem róar svo húðina. Ég held ég sé háð þessari tilfinningu sem hann gefur húðinni. Ég vakna alltaf með svo ferska og líflega húð daginn eftir. (Það fynda er.. þegar húðin mín fór að lagast fann ég meira og meira fyrir tilfinningunni, eins og húðin mín væri betur tilbúin að taka á móti vörunum)

Lancome – Tonique Confort
Held að þessi vara hafi gert mesta muninn hjá mér. Ég hafði áður notað tóner kvölds og morgna sem innihélt alkahól, ég fann hvað húðinn mín var alltaf stíf og sterkt eftir ég notaði hann. Eftir allt saman prufaði ég þennan, hann er ætlaðir þurri / viðkvæmri húð. Formúlan er einstaklega mjúk, hann nærir ótrúlega vel og skilur húðina eftir ertingalausa. Ég myndi kaupa kassa af þessari vöru ef ég ætti efni á því, ég hef ekki tölu hvað ég hef átt margar flöskur!

The Ordinary – Hyaluronic Acid
Ég notaði þessi sýru kvölds og morgna til að byrja með alltaf undir kremin mín á hreina húð. Sýran gefur húðinni aukinn raka og bindur rakann í húðinni. Formúlan er þunn svo hún fer ótrúlega hratt í húðina og virknin er ótrúlega mikið að maður fer að sjá og finna mun mjög snemma eftir reglulega notkun.

Paula’s Choice SKIN PERFECTING 2% BHA Liquid Exfoliant
Í stað þess að skrúbba húðina með kornskrúbb þá notaði ég þessa undra vöru. Ekki furða að hún hafi unnið til verðlauna en þetta er BHA sýra. BHA sýrur vinna djúpt í húðinni, vinna gegn bólum, bólgum og skrúbba húðina og endurnýja hana þar sem venjulegur kornskrúbbur nær ekki til. Húðin endurnýjast með reglulegri notkun.
(mjög mikilvægt ef notaðar eru sýrur í formi BHA að nota sólarvörn)

Ef þið einhverjar spurningar eða viljið fræðast enn frekar varðandi þetta ferðalag mitt er ykkur velkomið að senda mér skilaboð, vonandi hjálpar þetta einhverjum
XOXO