L’Occitane // Gjafaleikur

Ég kynntist L’Occitane almennilega ekki fyrir svo löngu, ég sökk mér djúpt í lesefni um merkið sjálft og framlög þeirra í góðargerðastörfum sem þau standa fyrir. Eftir að hafa prufað svo fleiri vörur þá gat ég lítið annað en heillast enn frekar.
Almond Sturtuolían er t.d mín uppáhalds vara og orðin nauðsynjavara hér á heimilinu ásamt koddaspreyinu, það er svo róandi. En Almond línan er einmitt vinsælasta línan hjá L’Occitane

Ekki fyrir svo löngu bættist við ný vara í Almond línuna og þeir sem þekkja til Almond sturtuolíunar frægu ættu að verða orðin frekar spennt fyrir þessari nýjung.
En það er Almond Shower Shake.
Almond Shower shake er örlítið frábrugðin sturtuolíunni að því leyti að formúlan er tvískipt.
Hún inniheldur rakagefandi möndlumjólk og olíu fra Provence.
Þessi tvenna hreinsar líkamann þinn ásamt því að veita húðinni þinni raka sem endist allann daginn.
Áferðin er ekki eins þykk og á sturtuolíunni, hún er mjólkurkennd en dreyfist vel um líkaman.
Hugmyndin bakvið vöruna er sú að gera sturtuferðina skemmtilega. Formúlan er tvískipt eins og ég nefndi að ofan og hrista þarf flöskuna vel til að blanda olíunni og möndlumjólkinni vel saman, þegar flaskan er hrist heyrist hljóð eins og í kokteilhristara.

Almond Milk Concentrate
Hið fullkomna rakrakrem.
Ein af vinsælustu vörunum hjá L’Occitane
Kremið bráðnar inn í húðina og veitir henni hámarks raka og skilur hana eftir mjúka. Rakinn endist í allt að 45 tíma.
Formúlan hefur einnig stinnandi eiginleika fyrir húðina.
Kremið inniheldur möndlumjólk, möndluolíu og möndluprótein.
Blanda af valhnetufræjum og möndlu seyði hjálpa við að vernda teygjanleika húðarinnar, örva frumu endurnýjun svo húðin verði mýkri og stinnari.

Almond Delicious Hands
Ég ELSKA handáburðana frá L’Occitane. Minn handáburður frá merkinu bjargaði mér algjörlega í vetur, ég verð ótrúlega þurr á höndunum og naglaböndin mín verða skelfileg þegar kuldinn er mikill.
Almond handáburðurinn er silkimjúkur og inniheldur möndlumjólk og möndluolíu sem nærir og mýkir hendurnar.
Ilmurinn er líka svo góður

Allar vörurnar fást í verslun L’Occitane Kringlunni.

Þú finnur gjafaleik á Instagraminu mínu þar sem þú getur unnið allar þessar vörur ásamt gefið vin/vinkonu með þér
Gjafaleikinn má finna hér