Protect & Prevent Spray – Moroccanoil

** Vöruna fékk höfundur að gjöf **

Moroccanoil var að bæta við nýrri línu í safnið “Color Complete Collection”
Línan er ætluð til að hjálpa litnum í hárinu þínu að endast lengur.
Color Complete Collection inniheldur meðal annars sprey sem mér finnst vera nauðsynja vara fyrir alla, varan er eintóm snilld og er komin til að vera í skápnum hjá mér.

Við erum meðvituð að við þurfum að vernda húðina okkar gegn umhverfisáhrifum og með hækkandi sól notum við sterkari sólarvörn.
Hárið okkar er ekkert öðruvísi og það þarf að vernda það alveg jafn vel.
Protect and Prevent Spray sér til þess að vernda hárið þitt gegn því að háraliturinn fölni eða skemmist af völdum umhverfisáhrifa sem hafa slæm áhrif á hárið okkar.
Argan ID hin vinsæla örtækni Moroccanoil lagar og innsiglar hársekkinn, veitir arganolíu í kjarna hvers hárs og festir þannig litinn í hárinu.

Spreyið fullkomna Protect and Prevent er að vernda hárið þitt gegn sólargeislum, mengun og öðrum umhverfisáhrifum.
Það inniheldur:
– Sólarvörn
– Vörn gegn hita
– Létt flókavörn
– Eykur gljáa

Nóg er að spreyja frá miðju hársins til enda og greiða vel úr.
Mér var bent á að nota fyrst spreyið áður en ég set aðrar hárvörur í hárið. Þá er hárið komið með þá vörn sem það þarfnast fyrir daginn.
Það er ekkert jafn svekkjandi (fyrir sjálfan okkur og veskið!) að vera nýbúin í litun og liturinn breytist hratt og fölnar eftir smá tíma, hárið strax orðið þurrt og leiðinlegt og ég tala nú ekki um ljósa hárið þegar það gulnar 1,2 og bingó!.
Hugsum vel um hárið okkar líka, það er svo stór partur af okkur.

One thought on “Protect & Prevent Spray – Moroccanoil

Comments are closed.