Daisy Sunshine – Marc Jacobs

** Vöruna fékk höfundur að gjöf**

Mér finnst svo skemmtilegur tími þegar ilmvatnsframleiðendur koma með sumar ilmina sína. Ég elska að eiga góðan sumarilm svona korter í sumer. Það er hálft gert “pick-me up” fyrir mig þar sem biðin eftir sumrinu getur orðið erfið hérna í kuldanum.
Nýkomið í búðir er nýja línan úr Daisy fjölskyldunni frá Marc Jacobs en innblásturinn af ilmvötnunum er einmitt sumar og sól.
Nýja línan ber nafnið Sunshine og eru flöskurnar skær gular og ótrúlega fallegar. Í ár komu 4 ilmir Daisy Dream Sunshine, Daysy Eau so Fresh Sunshine, Daisy Love Sunshine og Daisy.

Á hverju ári (held mér sé óhætt að segja á hverju ári) gefur ilmvatns framleiðandinn og hönnuðurinn Marc Jacobs út nýja lína sem er innblástur af fyrsta Daisy ilminum sem kom út árið 2007 og naut mikilla vinsælda.
Ilmirnir yfirleitt 2-4 saman. Glösin eru öll í upprunalegri hönnun en litunum breytt í stíl við ilminn hverju sinni.

Eins og ég nefndi áðan er innblásturinn þetta árið sól og sumar.
Alberto Morillas er einn af aðal hönnuðum ilmvatnsins. Hann var svo hrifin af gula litnum sem ilmurinn ber í ár, hann vildi endurspegla þennan gula lit í ilmvatninu sjálfu.
Með því bætti hann við sumarlegum nótum í ilminn. Ilmurinn heldur líka sömu nótum frá upprunalega Daisy ilminum.
Ilmirnir allir eru eins og sumar í flösku ! Allir ótrúlega góðir á sinn hátt en þeir eru allir mjög ólíkir.
Ég fékk 3 ilmi að gjöf og ég á mjög erfitt með að segja hver er minn uppáhalds. Ilmvatnsperrinn í mér vill helst ekki nota sömu ilmina á hverjum degi svo minn uppáhalds ilmur getur breyst í annan á morgun.

Daisy Eau So Fresh Sunshine
Ferskur blómalegur ilmur. Aðal nóta ilmsins er pera sem gerir hann ágætlega sætann.
Hugmyndin bakvið ilminn er aðlaðandi kona með skemmtilegan karakter

Top: Pera, Greipaldin
Hjarta: Mimosa
Botn:
Heliotrope, Plóma, Sandelviður

Daisy Dream Sunshine
Léttur blóma ilmur. Aðal nóta ilmsins er hindber og ilmurinn er þyngri en Eau So Fresh Sunshine og ekki eins sætur.
Hugmyndin bakvið ilminn er fallegt hjarta og góður andi.

Top: Hindber, Greipaldinn
Hjarta: Orange Blossom, Jasmín
Botn:
Solar Musk, Kókos vatn.

Daisy Sunshine
Ávaxta ilmurinn. En ilmurinn er eins og góð blanda af blómum og jarðaberjum.
Hugmyndin bakvið ilminn er heillandi kona og fáguð sem vill birta upp daginn sinn með smá dropum af sólskyni.

Top: Hvít Jarðaber, Quince
Hjarta: Marigold, Jasmín
Botn:
Hvítur viður, sandelviður

Allir ilmirnir fást í verslunum Hagkaupa.
Mæli með að kíkja ilmina og byrja sumarið snemma.