Mínar uppáhalds hárvörur – Moroccanoil

** Vörurnar fékk höfundur að gjöf **

Ég hef alltaf reynt að huga vel að hárinu mínu, veita því þá ást og næringu sem það þarfnast.
Það var ekki fyrr en ég byrjaði í samstarfi með Moroccanoil á Íslandi að ég sá hvað mig skorti mikið af góðum hárvörum.
Ég á nokkrar uppahalds vörur sem ég fann strax að væru ómissandi fyrir mig.

1. Dry Shampoo
Ég nota þurrsjampó mjög mikið en ég er mjög smámunasöm þegar kemur að þeim. Ég hef prufað þau mörg en aldrei fundið neitt eitt sem ég er 100% sátt með. Oft situr eftir hvítt “duft” ofan á hárinu, fyllingin sem hárið fær er of mikil og stíf. Eða ekki of mikil, lyktin ekki góð og ég gæti talið upp endalaust.
Hér var ást við fyrstu sín !! Ég ELSKA ELSKA þetta þurrsjampó ! Ég get ekki sett neitt út á það, það er bara fullkomið. Ég fæ allt út úr því sem ég vil. Það veitir hárinu mínu fullkomna fyllingu, sjampóið fer hratt inn í hárið og formúlan gufar upp svo hún skilur ekki eftir sig filmu. Ég er með dökka rót og oft hef ég orðið svo ljós/grá í rótinni eftir þurrsjampóin en hér helst liturinn alveg óbreyttur. Hárið er meðfærilegt og lyktin er náttúrulega best !
Kemur bæði fyrir ljóst og dökkt hár.
Í því ljósa eru fjólubláir undirtónar sem vinna gegn óæskilegum gulum litartónum og heldur því fersku.
Formúlan inniheldur sterkju úr hrísgrjónum sem drekkur í sig fitu og lykt.

2. Protect and Prevent Spray
Ég varð að hafa þessa vöru með þar sem ég nota hana svo mikið. Ég bloggaði um hana um daginn svo ég ætla ekki að blaðra neitt meira um hana. En ég nota hana á hverjum degi áður en ég fer út úr húsi, spreyja alltaf rétt yfir hárið. Mér líður svo vel að vita að hárið mitt er vel varið fyrir utanaðkomandi áreiti
Bloggið finnur þú hér.

3. Moroccanoil Treatment
Olían vinsæla, brautryðjandi í olíuauðgaðri hárumhirðu.
Held að allir þekki þessa, þetta var mín fyrsta vara frá Moroccanoil og nokkrir tuga brúsar kláraðir síðan.
Til eru tvær týpur, þessi sem við þekkjum öll og “light”
Light er fyrir fínt eða ljóst hár.
Báðar olíurnar eru ríkar af arganolíu og andoxunarefnum og glansaukandi vítamíni.
Olíurnar má nota á svo marga vegu, til hármótunar, hárnæringu, áferðarvöru, blanda í næringar eða hármáska og næra klofna enda.
Olían hefur þau áhrif að minnka flækju, stytta þurrktíma, auka glans og mýkt. Hárið verður sléttara og meðfærilegra. Má nota í þurrt og blautt

4. Glimmer Shine
Glansandi hár er svo fallegt. Finnst það vera ábending að heilbrigðu hári.
Ég nota þetta mjög mikið eftir ég slétta eða krulla á mér hárið.
Í formúlunni eru ákveðanar perlur – best er að spreyja aðeins frá hárinu og leyfa úðanum að detta ofan á hárið. Mikilvægt er að greiða ekki í gegnum hárið strax, perlurnar springa og mynda þá fitu.
Inniheldur einnig arganolíu, vítamín og andoxunarefni. Spreyið verndar einnig hárið gegn skaðlegum umhverfisáhrifum eins og sól, saltvatni og klór. Er án alkahól.

5. Dry Texture Spray
ELSKA ! ! Kemur að vísu ekki á óvart þar sem þetta er ein vinsælasta vara Moroccanoil.
Þetta sprey er svokallað áferðarsprey sem gefur hárinu fyllingu og mótar um leið. Það gefur hárinu gott grip sem rennur ekki úr. Inniheldur arganolíu.
Ég nota þetta mjöööööög mikið til að veita hárinu smá fyllingu, móta það, í léttar greiðslur, fléttur svo ég nefndi fátt.

6. Smoothing Lotion
Án þessarar vöru get ég ekki verið eftir hárþvott.
Hárblásturnæring sem skilur hárið eftir meðfærilegt og slétt.
Formúlan er einstaklega vönduð og inniheldur náttúruleg argan-butter sem er mjög nærandi. Mikil sérfræðitækni er bakvið formúluna en hér má einnig finna arganolíu, E-Vítamín og nauðsynlegar fitusýrur.
Smoothing Lotion hentar öllum hárgerðum og sérstaklega úfnu og rafmögnuðu hári.
Nota skal lítið af vörunni eftir þvott og blása hárið. Einnig má nota daginn eftir til að hressa upp á hárið.
Ég nota alltaf smá af þessu eftir hárþvott (blæs hárið ekkert endilega í hvert skipti) en þar sem hárið mitt getur orðið mjög úfið þegar það þornar sjálft þá er þetta lúxusvara fyrir mig ef ég vil ekki vakna eins og ég hafi sofið ofan á blöðru !
Einn brúsi mun endast í góðann tíma.

Þetta er aðeins brot af þeim vörum sem mér líka mest við hjá Moroccanoil en þetta eru kannski þær vörur sem ég nota hvað mest.
Merkið í heild hefur hentað mér svo ótrúlega vel og ég sé og finn gríðarlegan mun á hárinu mínu eftir ég skipti eingöngu yfir í Moroccanoil.
Ég hef verið með augastað á fleiri vörum sem ég er svo spennt að prófa.

Allar vörurnar finnur þú á næsta sölustað Moroccanoil