Montly Favorites – Mars

** Stjörnumerktar vörur fékk höfundur að gjöf **

Það komu svo ótal mikið af nýjungum núna í mars sem ég heillaðist hratt af, ég veit varla hvar ég á að byrja því mig langar að nefna svo margar vörur !

Marc Jacobs – Daisy Sunshine*
Sumar ilmirnir eru loksins mættir, mér finnst alltaf jafn spennandi að fylgjast með Marc Jacobs ilmunum ár eftir ár. Þeir eru allir hverjir einstaklega góðir, léttir og sumarlegir. Ég bloggaði ítarlega um alla ilmina, bloggið fá finna hér

L’Occitane – Almond Hand Cream*
Ég er svo hrifin af L’occitane vörunum og hvesu hreinar og virkar þær eru. Handáburðarnir eru æðislegir en ég hef átt tvo núna. Ég var með Shea Butter handáburðinn í vetur en er að nota núna Almond. Hann er fullkominn þegar kuldinn er ekki eins mikill. Hann fer mjög hratt í húðina og hefur þessa róandi lykt sem ég elska. Nærir hendurnar og naglaböndin fullkomlega

Shiseido – Deep Cleansing Foam
Ég þurfti nauðsynlega að versla mér nýjan hreinsi um daginn þar sem húðin mín var farin að framleiða aðeins of mikla olíu en ég kærði mig um. Ég fór að sjálfsögðu beint í Shiseido en ég notaði mikið froðuhreinsi frá þeim í mörg ár sem hentaði mér mjög vel.
Fyrir valinu var Deep Cleansing Foam en þetta er hreinsir sem myndar froðu þegar blandast við vatn. Best að er að leyfa froðunni að vinna sig vel upp áður en andlitið er þrifið svo hún fái að virka sem best. Hreinsirinn dregur í sig óhreindinin úr húðinni og fjarlægir umfram olíu. Hann er svo léttur á húðinni, er mjög hrifin.

MoroccanOil – Body Oil*
Sumir vita kannski að ég er algjör lyktaperri, ég elska þegar olíurnar mínar innihalda góða lykt, eða sjampóin mín, jafnvel þvottaefnið mitt. Það er sko ekkert áhyggjuefni hérna. Mig langar helst að fylla baðkarið af þessari olíu svo dásamleg er hún. Þessi olía kemur í sér bloggi sem ég er með í vinnslu en þangað til þá mæli ég 150% með að þið kynnið ykkur hana !

Origins Ginzing SPF 40 Energy Boosting Tinted Moisturizer*
Það þekkja eflaust margir Ginzing línuna frá Origins. Nýjung frá þeim sem er litað dagkrem sem inniheldur SPF 40 !
Ég dýrka lituð dagkrem til að ferska aðeins upp á andlitið en það er svo enn betra að vita að kremið sé að vernda húðina mína um leið. Ég hef notað þetta óspart og er komin langt á leið. Fullkomin vara fyrir komandi sumar.

Chanel – Soleil Tan De Chanel
Það skapaðist mikið hæp um þessa vöru í byrjun mánaðar og ekki furða ! Varan er mín allra uppáhalds í dag og ég hef ekki sleppt því skrefi að nota hana síðan ég fékk hana.
Soleil Tan De Chanel er bronzer með krem áferð. Krem áferð er kannski ekki rétta orðið en áferðinni má helst líkast við stift farða. Liturinn er svo einstaklega hlýr og býr til svo fallega hlýju á andlitið. Mér finnst brozerinn gera svo mikið fyrir húðina mína og heildar lúkkið.

Clinique – Dramatically Different Hydrating Jelly*
Af hverju prufaði ég þetta ekki fyrr?
Þessi vara hefur verið gamechanger fyrir mig og þegar ég set á mig farða í dag. Húðin endar ALLTAF flawless !
En Dramatically Different Hydrating Jelly hefur létta og gelkennda formúlu sem hjálpar húðinni að viðhalda raka sínum. Ég er eimitt með blogg í vinnslu um þessa vöru, svo góð er hún að hún fær sæti hér þennan mánuðinn.

MoroccanOil Prevent and Protect Spray
Ég get bara ekki hælt þessari vöru nógu mikið. Ég bloggaði allt um vöruna og hennar eiginleika hér. Mæli með að þið lesið um hana þar, en þessi vara er nauðsyn fyrir alla með komandi sumari.