
Lesendur virðast hafa sérstaklega gaman af mánaðalegu listunum þar sem listar febrúrar mánaðar eru enn mest skoðuðu blogginn á síðunni.
Held það sé ekkert annað en að halda áfram með þennan lið. Ég elska sjálf að lesa svona blogg, uppgötva skemmtilegar vörur og fræðast um þær

My Clarins PORE-LESS
Ég er svo ótrúlega hrifin af My Clarins línunni og er hvergi nærri hætt að nota þær vörur. Mig langar hinsvegar að bæta í safnið PORE-LESS
En það er stifti sem dregur úr húðholum og glans svo húðin virðist mattari og sléttari. Stiftið má nota eftir krem, yfir farða í gegnum daginn.
Vinkona mín talaði svo fallega um þetta að ég verð að eigna þetta fyrir olíumikla T-svæðið mitt !

Smashbox – Cover Shot Eye Palette Matte
Paletta sem hefur allt sem þú þarft on the go !
Ég fæ oft svo mikinn valkvíða ef ég er að fara að heiman og vil taka með mér augnskugga með, annað hvort enda ég á að taka nokkrar palettur eða nokkra staka og blanda öllu saman, en mér finnst þessi hafa allt sem þarf fyrir fullkomna förðun á marga vegu. Er ótrúlega skotin í.

Shiseido – Pure Retinol Intensive Revitalizing Face Mask
Bréf maskar sem bæta raka í húðinni og áferð hennar. Vinnur vel á teygjanleika húðarinnar og eykur ljóma með einni notkun.
Inniheldur Retinol sem berst gegn öldrun húðarinnar, þurrki og þreytu.
Benefiance línan er æðisleg fyrir ykkur sem viljið vinna gegn ótímabærri öldrun.

Boss – Scent For Her EDT
Ég rætt um þennan áður á Instagram og hef ekki hætt að hugsa um hann síðan ég prufaði hann fyrst.. Fullkominn ilmur allt árið. Svo ótrúlega léttur og kvenlegur og held hann gæti hentað mörgum. Hef einmitt heyrt að hann henti vel þeim sem eru mjög viðkvæmir á ilmvötn.
Einhver sagði við mig… þegar maður getur ekki hætt að hugsa um hlutinn… keyptu hann! (sorry Gummi!)

Guerlain – l’Or Radiance Concentrate
Guerlain snyrtivörurnar eru svo fallegar, ég hef prufað allt of fáar frá merkinu og langar að bæta úr því.
Guerlain l’Or er farðagrunnur sem inniheldur 24karat gullagnir. Grunnurinn gefur húðinni guðdómlegan ljóma, húðin verður mjúk, björt og farðinn endist betur á húðinni.
Ég hef heyrt og lesið bara góða hluti um þennan farðagrunn og er mjög spennt að prófa sjálf.

Gueralin – Aqua Allegoria
Eruði að sjá hönnunina á glösunum?? Hversu falleg ! Mig langar helst að eiga þau öll sem skraut á baðherberginu svo falleg eru þau.
Ég held að þetta sé vara sem ég er hvað spenntust fyrir núna (fyrir utan My Clarins PORE-LESS)
Ég hef stoppað hjá þessum ilmum til að lykta af þeim í hverri snyrtivöruverslun núna. Ég er einstaklega skotin í Coconut Fizz og Flora Cherrysia en báðir eru þeir nýir í Aqua Allegoria línuna en sá fyrsti kom árið 1999
Ilmirnir eru einstakir að því leitinu að þeim má blanda saman í þína eigin blöndu.

Clinique iD™ – Active Cartridge Concentrate for Lines & Wrinkles
Ég er búin að vera bíða spennt eftir þessari nýjung síðan ég frétti af henni fyrst ! Ég ELSKA Dramatic Different gelið og það að geta fengið aukna virkni með þeirri vöru er æði ! Að geta valið þessa virkni sjálf eftir húðinni minni og það sem ég vil persónulega vinna gegn er súper ! !
Það koma 5 mismunandi hylki sem hægt er að setja blanda með þremur mismunandi týpum af rakakremi frá Clinique. Ég er eiginlega með valkvíða hvaða hylki mig langar helst í, en ég held ég hallist að Lines & Wrinkles – svo er sniðugt að þegar hylkið klárast er hægt að velja eitthvað annað næst.

Urban Decay – Naked Reloaded
Ég er mikill aðdáandi Naked palettana og að sjálfsögðu hangir nýja palettan Reloaded á óskalistanum. Hún er svo einstaklega falleg með svo fallegum litum til að töfra fram fullkomna förðun. Sé ótrúlega marga liti í henni sem ég heillast af.
