
Sturtuolía og líkamsolía eru vörur sem ég elska að eiga til heima hjá mér.
Ég var því svo spennt í samstarfi mínu við Moroccanoil að fá sturtuolíu og þurrolíu til að prófa frá merkinu.
Það sem ýtti enn meira undir spenningin var lyktin sem einkennir Morocconoil, vita það að ég gæti loks baðað mig upp úr þessari lykt ! (já ég er algör lyktaperri og það er sko stór plús þegar vörurnar sem ég nota lykti unaðslega!)

Shower Gel Moisture Balance.
Sturtuolían er æði ! Ég fæ mjög oft þurrkubletti á vissa staði líkamans og finnst mér þess vegna olíur betri kostur fyrir húðina mína.
Moroccanoil sturtu olían er mild blanda sem inniheldur arganolíu og er full af andoxunarefnum. Olían vinnur strax við að veita húðinni raka og hreinsar í burtu öll óhreindi um leið.
Hún hefur þá eiginleika að koma jafnvægi á rakann í húðinni, hjálpa teygjanleika hennar, litarhaft og áferð.
Olían er laus við súlfat og paraben.
Formúlan er einstaklega mjúk en ekki of olíukend svo það er auðvelt að bera hana á líkamann. Maður þarf alls ekki mikið magn af henni og hún dreifist ótrúlega vel. Ég er ótrúlega hrifin af olíunni, ég hef tekið eftir því að kallinn minn er búinn að stelast í hana líka.

Dry Body Oil
Held að þetta sé vara sem ég mun alltaf þurfa að eiga inn í skáp héðan í frá !! Ég elska líkamsolíur í stað krema og var því mjög spennt fyrir þessari þurr olíu.
Það sem mér finnst mjög heillandi er að olían hefur sprey tappa, kemur í veg fyrir að þú notir of mikið af vörunni og hún fari út um allt.
Fríða hjá Regalo sagði mér olían væri einnig fullkomin til að nota á börn en dóttir mín fær einmitt þurrkubletti á ákveðin svæði eins og ég sjálf, ég hef veri að nota olíuna á hana líka og ég er hálf hissa hvað það þurfti lítið af vörunni í hvert skipti fyrir húðina okkar að endurnærast svona vel. Við erum báðar með silkimjúka húð núna.
Það er eins og rakinn endist og endist í húðinni. Ég var ekki lengi að falla fyrir þurr olíunni, ég vil helst eiga hana í lítra brúsa!!
Þessi dásemd er eins og sturtusápan, full af andoxunarefnum og nauðsynlegum fitusýrum. Inniheldur ólífu og avakadó-olíur.
Hún fer ótrúlega hratt inn í húðina (mikill kostur) og festir rakann í húðinni
Hún inniheldur engin paraben.

Lip Balm
Með hækkandi sól og sumri er svo nauðsynlegt að vera duglegur með sólarvörnina, ekki bara á húðinni heldur hári líka og vörum.
(sólarvörn er í rauninni bara mikilvæg alltaf, ég bloggaði um þessa frábæru vörn fyrir hárið hér)
Ég hef aldrei átt varasalva sem inniheldur vörn og var mjög ánægð að fá einn slíkann. Lyktin er æði, næringin er súper og varirnar verða svo mjúkar. Varasalvinn inniheldur meðal annars shea butter og jojoba olíu og er með vörn SPF 20.
