Hydration vs. Smooth – Moroccanoil

** Vörurnar fékk höfundur að gjöf**

Í samstarfi við Morocconoil á Íslandi fékk ég að prufa tvær gerðir af sjampó og næringu hjá merkinu.
Ég er búin að vera föst í sama sjampóinu og sömu næringunni í mörg ár og líkar mjög vel EN mig var farin að langa að prófa eitthvað nýtt og sjá hvort það væri eitthvað sem gerði eitthvað meira fyrir hárið mitt.

Ég reyni að hugsa vel um hárið mitt, nota hármaska reglulega, og vel vandlega þær vörur sem ég hreinsa hárið mitt með, þvæ það 2-3x í viku (eftir eg minnkaði hárþvottin fór ég að taka eftir miklum mun á hárinu og það varð töluvert betra)
Ég er með þykkt og mikið hár, það getur verið frekar gróft, mjög þungt, litað og ég get átt erfitt með að meðhöndla það. Það verður oft frekar úfið, lítil “frizzy” hár efst á höfðinu og fyrir miðju hársins sem mér finnst leiðinlegast að eiga við. Ég nota mikið af volume sprey til að fá auka líf og lyftingu í rótina en hárið mitt er samt ekki of flatt.
Ég ákvað að taka mér tíma og prufa báðar gerðirnar jafn lengi og sjá munin.

Ég fékk góða ábendingu frá henni Fríðu á Regalo, að sjampóin frá Moroccanoil eru vatnsleysanleg– það þýðir að það þarf að vinna froðuna upp með því að setja sjampóið í rennandi blautt hárið og bæta reglulega vatni við meðan þvotti stendur. Jafnvel tvíhreinsa, formúlan er örlítið þykkari en í venjulegum sjampóum og margir halda að það þurfi meira af sjampóinu ef það freyðir ekki en það er ekki rétt, hér gengur reglan “less is more”

Hydration sjampó & næring
Vörurnar eru að endurheimta rakajafnvægi hársins og gefa hárinu góðan raka og næringu sem það þarfnast.
Andoxunarrík arganolía, Vítamín A og E eru meðal annars innihalds efni í vörunum og rauðþörungar draga að sér rakann og endurheimta heilbrigt hár.
Sjampóið og næringin hafa engin áhrif á litað hár og eru laus við súlfat, paraben og fosfat
Ég var ótrúlega ánægð með þessa tvennu, hárið mitt var alltaf silkimjúkt eftir þvott, virkilega heilbrigt. Ég átti auðveldara að meðhöndla það og það var ekki eins gróft, mér fannst það einhvern liggja betur á hausnum á mér, ekki eins flatt og heilbriðgði hársins jókst til muna !

Smooth Sjampó & Næring
Létt formúla sem hentar öllum hárgerðum, sérstaklega fyrir úfið, rafmagnað og “frizzy” hár. Ég er líka með liði í hárinu sem ég vil alls ekki losna við en þar sem liðirnir enda oft “frizzy” sérstaklega eftir þvott þegar hárið mitt er þornað þá var því mjög spennt að sjá hvernig áhrifin yrðu af þessari tvennu.
Það er ákveðin Amino Review tækni sem hefur sléttandi eiginleika á hárið. Hún endurheimtar eyddar amínósýrur til að styrkja hárið og gefa því mýkt og það verður heilbrigðara. Ef sjampóið er notað með næringunni geta áhrifin enst í allt að 72.klst.
Næringin er hálfgerð afflóka formúla sem vinnur að því að slétta hárið. Hvert hár er nært með andoxandi arganolíu og argansmjöri sem mýkir hárið og gerir það meðfærilegra.
Smooth línan hefur ekki áhrif á lit og er laus við súlfat, fosfat og paraben.
Ég tók vel eftir því að þessi lína hjálpaði mikið að vinna á “frizzy” og úfnu lokkunum mínum, hárið mitt varð mun sléttara en tók þó ekki í burtu liðina. Hinsvegar átti ég erfiðara að eiga við það, mér fannst það aðeins of slétt fyrir það sem ég vil.

Eftir að hafa prufað báðar línurnar get ég sagt að Hydration línan hentar mér og mínu hári betur og ég ELSKA hana!. Ekki miskilja Smoothing línan er frábær og næringin er æðisleg og er algjörlega afflóka formúla eins og ég nefndi að ofan. Í heildina litið horfi ég mest á hvernig mér fannst að vinna með hárið eftir nokkur skipti af þvotti. Hydration línan gerði hárið mitt mjög létt, ég hafði smá fyllingu í rótinni og það var mjög auðvelt að eiga við það.
Ég mun 100% endurnýja Hydration sjampóið og næringuna.

Inn á milli er ég dugleg að nota auka meðferðir eins og hármaska og Leave in næringu en þær vörur hafa gert helling fyrir hárið mitt líka.

Ég er búin að vera að nota Intense Hydrating Mask en hann er hágæða maski sem
– Djúpnærir og endurheimtar rakann í hárinu.
– Bætir áferð hársins og sveigjanleika.
– Eykur glans og styrkir
Kosturinn við maskann er að hann þarf ekki langan tíma (5-7mín) og þarfnast ekki hita. Hann innheldur djúpnærandi formúlu fyrir meðalþykkt til þykkt hár. Ríkur af andoxunarríkri arganolíu og nærandi hráefnum. Ég hef prófað að setja nokkra dropa af Morroconoil Treatment út í maskann til að fá dýpri næringu og áhifin eru geggjuð! Hárið mitt verður svo silkimjúkt og heilbrigt. Mér finnst hárið einmitt ekki fitna eins hratt eftir ég hef notað hann.

Hin varan er hinsvegar Smoothing Lotion. Það er formúla sem er með náttúrulegum argan-butter og er mjög nærandi.
Formúlan fitar ekki hárið, hentar öllum og þá sérstaklega úfnu og “frizzy” hári (hææææ já það er ég!!)
En formúlan er rík af ákveðinni sérfræðitækni sem einnkennir Moroccanoil vörurnar, t.d nærandi arganolíuna, argansmjör, E-Vítamín og nauðsynlegum fitusýrum
Hárið verður mun viðráðanlegra og mjúkt. Ég gjörsamlega elska þetta og ég nota þetta mjög eftir sturtu og jafnvel daginn eftir líka til að viðhalda hárinu, Hárið mitt getur átt rosalega erfiðan dag ef ég sofnað með það blautt svo mér finnst æði að setja þetta í fyrir og eftir, ég finn gífurlegan mun, það verður ekki eins úfið og ég á auðveldara með að ráða við það daginn eftir.

Ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af Moroccanoil vörunum þvi meira ég sem ég prófa – ég hef ekki enn fundið vöru sem ég fýla bara alls ekki !

Mæli 100% með að kynna ykkur úrvalið sem Morrocanoil er með í boði, það geta allir fundið eitthvað sem hentar sínu hári.