Benefiance Wrinkle Smoothing Cream – Shiseido

** Vöruna fékk höfundur að gjöf **

Tækni og þróun er ekki eitthvað sem vantar í vörumerkið Shiseido. Vörurnar eru allar svo vandaðar, virkar og fallegar.
Margar vandaðar línur eru í boði þar sem finna má vörur sem hæfa ákveðnum þroska og þörfum húðarinnar.

Benefiance er mest selda vörulínan en hún er ætluð að vernda húðina gegn frekari skemmdum, fínum línum, auka teygjanleika og raka. Aðal eiginleiki línunar er Mukurossi olía en hún hægir á öldrun húðarinnar. Húðin er sterkari og berst enn frekar gegn öldunareinkennum.

Húðin okkar hefur þá eiginleika að venjast vörunum sem við höfum notað til lengri tíma. Hún hættir að taka þá eins vel við vörunum og hún var vön og vegna þess er oft nauðsynlegt að breyta aðeins til og fá nýja virkni og nýjar vörur til að endurvekja húðina. Í rauninni að fá húðina til að byrja vinna upp á nýtt.

ReNeaura tækni er að finna í Wrinkle Smoothing Cream en það er tækni sem sendir skilaboð til húðarinnar og endurvekur þá skynjara sem hafa sofnað. Það gerir það að verkum að húðin okkar vaknar og byrjar að taka betur á móti húðvörunum okkar og vinnur harðar að sér að berjast gegn frekari skemmdum og öldrun sem verða með tímanum.
Ásýnd fínna lína minnka, hrukkur draga saman, húðin fær aukinn þéttleika, raka og ljóma.
Mér finnst kremið vera algjör dekur. Ég held ég hafi ekki átt krem með svona mjúkri áferð !
Ég spái mikið í því hvernig húðin mín lýtur líka út strax eftir að ég hef notað vöruna en mér finnst húðin mína meira “plumped” og ég elska líka vörur sem vinna vel með að endurvekja húðina.
Ég hef ekki notað kremið í langan tíma enþá til að segja frá árangri, enn sem komið er líkar mér mjög við það.

Ég mæli með að para Benefiance línunni saman við Ultimune Power Infusing Concentrate til að fá hámarks virkni. Þessi blanda styrkir húðina enn frekar gegn skemmdum og veitir henni hámarks raka