Rouge Coco Flash – Chanel

** Vöruna fékk höfundur að gjöf **

Varalitirnir frá Chanel eru hver á eftir öðrum fallegri.
Rouge Coco Flash varalitirnir eru einstaklega rakamiklir og vernda varirnar þínar svo þú getir notið þess að vera með uppáhalds varalitinn þinn.
Formúlan inniheldur smjör og olíur sem bráðna á vörunum og breytast í gegnsæja og glansandi olíu sem nærir varirnar og heldur þeim mjúkum.
HydraBoost Complex er blanda af hágæða innihaldsefnum sem veitir raka og er oft notað í snyrti- og húðvörur. Í Rouge Coco Flash er blanda af raka miklum olíum eins og mimosa, jojoba og sunflower sem hjálpa rakanum að endast á vörunum þínum í 8 tíma.

Þegar varaliturinn er settur á þá finnur maður vel hvað formúlan nærir varirnar vel, liturinn rennur svo fallega á . Litirnir eru hálf gegnsæjir, ég bjóst við að þeir gæfu vörunum léttan lit en þeir ótrúlega litsterkir og komu mér mikið á óvart og mjög auðveldir til að stjórna þekjunni.

Umbúðirnar eru að sjálfsgöðu gull fallegar og einfaldar. Tappinn er gegnsær svo liturinn sést vel í gegnum lokið og auðveldar því ferlinu að finna sinn lit.
Varalitirnir koma í mörgum litum. Litirnir sem ég á eru allir ótrúlega bjartir og fallegir, ég hugsaði fyrst hvað þeir eru fullkomnir í sumar.

Ég er ekki allt of hrifin af möttum varalitum því flestir þeirra eiga til að þurrka upp varirnar mínar, ég er því ótrúlega hrifin af þessari formúlu sem Rouge Coco Flash inniheldur því næringin endist ótrúlega vel á vörunum ásamt því að veita mér góðan og fallegan lit.