Sólarvörn & litað dagkrem – Origins

** Vöruna fékk höfundur að gjöf **

Þegar ég hugsa til baka um alla ljósatímana sem ég fór í, öll sólböðin sem ég lá í með það að markmiði að verða sem brúnust, löðrandi í olíu og spá ekki í sólarvörn…. ég fæ hroll ! Ég vildi ég hefði byrjað fyrr að vera meðvitaðri um sólarvörn og hversu mikilvæg hún er, vildi mér hefði þótt vænna um húðina mína þegar ég var yngri.
Í dag nota ALLTAf sólarvörn, þó svo það sé skýjað því ég vil vernda húðina mína ekki bara fyrir sólargeislum heldur öðrum skaðlegum áhrifum umhverfisins. En áhrif sólarvarnar er efni í sér blogg fyrir sig.

Gjöf sem ég fékk um daginn innihélt einmitt sólarvörn og ekki bara sólarvörn heldur litað dagkrem, all in one !
Ginzing línan frá Origins er ótrúlega vinsæl fyrir sínar vörur þar sem ferskleiki og björt húð er í aðalhlutverki.
Nú var að að bætast við litað dagkrem með SPF 40
Ég er búin að nota kremið nánast daglega síðan ég fékk það, ég er gjörsamlega að elska það !
Áferðin á því er örlítið þykk en mér finnst ég samt ekki vera neitt í andlitinu, liturinn er einnig fullkominn til að fríska upp á útlitið.

Ég er orðin enþá spenntari fyrir komandi sól að geta spókað mig áhyggjulaus í birtunni og verið fersk á sama tíma !

Kremið er olíulaust og hentar öllum húðtýpum.