
** Vöruna fékk höfundur að gjöf**
Ég kynntist Nip+Fab fyrir nokkrum árum þegar ég vann á snyrtistofu og las mér örlítið til um þær á sínum tíma. Ég prufaði nokkrar vörur og heillaðist algjörlega þar sem þær eru bæði ódýrar, ótrúlega virkar og árangurinn er sýnilegur mjög hratt.
Vörulínur Nip+Fab hafa mismunandi eiginleika eftir hvað húðin okkar þarfnast. Þær henta öllum aldri og öllum húðtýpum.
Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að blanda saman mismunandi vörum úr vörulínunum og hanna mína eigin rútínu eftir hvað ég vil fá út úr þeim.
Það sem Nip+Fab er hvað þekktast fyrir er að meiri hlutinn af vörunum þeirra innihalda sýrur og flestar þá Glycolic Sýru (AHA) og Salicylic sýru (BHA)
AHA sýrur eru vatnsleysanlegar og vinna á yfirborði húðarinnar (en þá dýpra en venjulegur andlitskrúbbur nær til)
Sýrurnar bæta litarhaft húðarinnar, áferð hennar. Minnka sólarskemmdir, draga úr bólum og bætir rakann í húðinni.
BHA sýrur virka enn dýpra og vinna gegn bólgum í húðinni, bólum og rósroða.
Húðin endurnýjar sig líkt og hún gerir með venjulegum andlitskrúbb nema bara dýpra á yfirborðinu.
Mjög mikilvægt er að hafa í huga að nota skal ALLTAF sólarvörn ef sýrur eru notaðar þar sem húðin verður viðkvæmari fyrir sólarljósi eftir notkun þeirra.
Teen Skin Fix er lína sem ætluð er að hreinsa húðina og vinna á bólum og óhreindinum. Eins og nafnið gefur til kynna er hún fullkomin fyrir unglinginn sem er að stíga sín fyrstu skref til húðumhirðu bæði til að vernda gegn frekar bólumyndun eða vinna á þeirri sem er nú þegar komin. En auðvitað hentar línan fyrir allan aldur og er ætluð feitri / blandaðri húð.

BREAK OUT RESCUE PADS
Bómullarskrífur sem hreinsa burt óhreinindi og umfram olíu. Hreinsar vel upp úr húðholum. Salicylic sýra sem verndar gegn bólumyndun og Wasabi þykkni veitir húðinni andoxunarefni og berst gegn frekari bakteríumyndun.
Notist kvölds og morgna.


PORE BLASTER WASH
Day:
Mildur hreinsir sem jafnar áferð húðarinnar.
Húðin verður mött og húðholur minnka.
Vítamín undurbúa húðina fyrir daginn.
Notist á morgna á raka húð. Varast skal nota vöruna á augu.
Night:
Vinnur á óhreinindum sem húðin hefur safnað saman eftir daginn. Hreinsirinn hreinsar einstaklega vel upp úr svitaholum. Inniheldur Salicylic sýru og Tea Tree olíu.
Notist á kvöldin og varist að nota á augu.
Hentar ekki þurri eða viðkvæmri húð.

PORE BLASTER 2in1
Skrúbbur og maski.
Inniheldur Salicylic Acid og Volcanic Ash sem vinna á bólum, bólgum og óhreinindum í húðinni.
Húðholur og fílapenslar minnka og áferð húðarinnar verður fallegri.

ZERO SHINE MOISTURIZER
Rakrem sem hefur þá eiginleika að draga burt umfram olíu og matta húðina.
Sótthreinsar og kemur í veg fyrir bólur án þess að þurrka húðina.
Sínk og Niacianamide jafnar olíumyndunina í húðinni.
Má nota kvölds og morgna.

SPOT ZAP
Staðbundin meðferð fyrir bólur og fílapensla.
Kælandi vökvi sem rúllaðar er yfir bólurnar sem hefur sótthreinsandi áhrif.
Tea Tree olía, Wasabi þykkni, Nornahesli og Salicylic Sýra þurrka upp bólurnar án þess að hafa þurrkandi áhrif á húðina sjálfa. Notast 2-3x í viku þar til vandamálið er horfið.
Ekki gleyma sólarvörninni eftir notkun vara sem innihalda sýrur.
