Double Serum – Clarins

Serum er ómissandi skref í góðri húðrútínu og að finna gott serum er ómetanlegt.
Serum hefur virkari innihaldsefni en rakakremin, þau ganga dýpra í húðina en kremin okkar gera og veita okkur þannig meiri virkni.
Serum skal alltaf nota á eftir hreinsun og á undan rakakreminu, kvölds og morgna.

Double Serum frá Clarins er serum sem ég hef notað núna í rúmt ár. Fyrsta flaskan mín er að klárast og ég er tilbúin að næla mér í nýja helst í gær svo ég eigi hana til þegar ég klára hina.
Ég hef rætt við ótal marga sem hafa notað serumið og ekki enn hitt einhvern sem hefur ekki líkað vel, en það er líka góð og gild ástæða til að elska serumið vegna eiginleikana sem það hefur.

Double Serum er einstaklega virkt.
Það inniheldur 21 plöntu þykkni sem vinna öll gegn ótímabærri öldrun ásamt túrmerik sem hefur gríðarleg áhrif á öldrun húðarinnar og er stútfullt af andoxunarefnum.
Serumið inniheldur öll þau 5 mikilvægu atriði sem við viljum að húðin okkar vinni vel með en það er raki, næring, súrefni, endurnýjun og verndun.
Avakadó gefur húðinni mýkt, hafrar hafa þá eiginleika að veita þéttleika og lyftingu ásamt bönunum sem tóna húðina.

Á tappanum er tvær stillingar. Önnur veitir akkurat það magn sem þarf fyrir allt andlitið. Hin stillingin er fullkomið magn fyrir mjög þurra húð, og veitir því örlítið meira magn.
Ég byrjaði á stillingunni sem gefur meira magn þar sem húðin mín var mjög þurrkuð þá. Í dag hentar minni stillingin mér fullkomlega og engin hætta að ég noti of mikið af vörunni.

Eins og ég nefndi í byrjun þá hef ég notað serumið núna í rúmt ár en ég tók smá pásu (ég breyti reglulega um húðvörur til að boosta húðina upp með öðrum virkum efnum af og til)
Ég byrjaði aftur að setja Double Serum í húðrútínuna mína ekki fyrir svo löngu og nota serumið alltaf á morgnana.
Húðin mín er strax orðin mun bjartari í yfirlitum, ljómandi, sléttari og þéttari og svo er hún líka silki mjúk ! Finnst hún strax miklu heilbrigðari og ég er ekki eins “þreytt” í húðinni. Ég sá strax mun á húðinni eftir ca 2 vikur
Takið eftir að ég er aðeins að nota vöruna á morgnana, (ég kýs að nota mismunandi serum kvölds og morgna) EN virknin er rosalega þrátt fyrir ég noti vöruna aðeins á morgnana. (en auðvitað má nota vöruna kvölds og morgna)
Ég hef einnig heyrt að serumið hafi gert ótrúlega mikið fyrir húð sem er að berjast við bólurnar, ör og roða t.d.

Serumið kemur í 30ml og 50 ml og fæst á öllum helstu sölustöðum Clarins.
Hentar öllum húðtýpum og öllum aldri (20+)

Ef þú ert í leit að þínu fyrsta serumi eða vilt jafnvel breyta til, ekki hika við að prufa Double Serum, þú átt eftir að elska það jafn mikið og ég… ég lofa !