
** Vöruna fékk höfundur að gjöf **
Ég veit ekki hvort ég var spenntari fyrir ilmunum eða glösunum?
Getum við tekið smá stund og dáðst af hversu falleg hönnunin er á þessum glösum?
Ilmirnir eru allir (hver og einn!) einstaklega fallegir líka, ólíkir og skemmtilegir.
Mér finnst þeir hafa það sameiginlegt að vera allir kvenlegir, mildir og ferskir.

Ilmirnir eru þó allir einstakir af því leiti að þeim má blanda saman. Við hvor aðra eða við aðra ilmi.
Ég fékk að prufa alla ilmina og leika mér aðeins með þá, guð hvað var skemmtilegt að blanda þeim saman og finna ólíka ilmi með ólíkum blöndum.
Mínir uppáhalds eru Coconut Frizz og PassiFlora
CoconutFrizz minnir á kókosvatn, ávexti, sól, ströndina og léttan sumarilm í loftinu
Fullur af fersku kókosvatni með hint af vatnsmelónu og sandelvið.
PassiFlora er hefur sterkari ávaxtailm í sér, ylang-ylang blóm og kristalsvatn.
Ilmirnir sem ég valdi mér hafa verið mikið notaðir með allskonar ilmvötnum sem ég átti hér heima.
Ótrúlega skemmtileg tilbreyting og lætur mér líða eins og ég eigi ný og ný ilmvötn með hverri nýrri blöndu sem ég prufa.
Ilmirnir eru til í verslunum Hagkaupa, mæli með að þið kíkið við og leikið ykkur að búa til ykkar fullkomna ilm.
