Kale Fix – Nip+Fab

** Vöruna fékk höfundur að gjöf**

Kale Fix er ótrúlega rakagefandi lína frá Nip+Fab en þar er einblýtt á mýkt og næringu. Húðin er vernduð gegn mengun og utanaðkomandi áreiti.
Línan hentar viðkvæmri húð einstaklega vel.

KALE FIX MOISTURIZER
Rakakrem sem ætlað er fyrir daglega notkun.
Kremið mýkir og nærir þurra / viðkvæma húð.
Heilsusamleg fæða af káli, rúkóla og möndluolíu veitir húðinni ríkan skammt af vítamínum sem eru nærandi. Húðin er vernduð gegn umhverfisáhrifum sem eiga til að þurrka upp húðina.
Aloe Vera og Shea Butter næra húðina, veita henni betri áferð og langvarandi raka.
Kál: nærir og dregur úr frekari skemmdum og þurrki.
Odraline: Húðin verður sléttari og fær aukin ljóma.
Aloe Vera: Veitir raka og róar.

KALE FIX CLAY MASK
Hin eina sanna Kylie Jenner hefur mælt mikið með þessum maska en hann notar hún mikið eftir flug til að endurheimta rakann í húðinni.
Fullkomin maski fyrir flugfreyjur þar sem háloftin geta dregið úr raka húðarinnar.
Maskinn er endurlífgandi og hefur leir áferð.
Hann er ríkur af steinefnum og Witch Hazel sem draga í sig óhreinindin án þess að þurrka upp húðina.
Aukinn raki hjálpar húðinni að gefa húðinni mýkt og ljóma.
Kál: Verndar húðina gegn þurrki
Odraline: Veitir raka og mýkt
DuraQuench: Eykur ljóma
Notist í 2-3x í viku í 5-10 mín í senn.

KALE FIX MAKEUP REMOVING PADS
Létt hreinsandi bómullaskýfur sem eru ríkir af nærandi efnum fyrir húðina.
Skífurnar eru nógu léttar til að nota í kringum augun.
Vítamín A, C og K vernda húðina gegn frekari skemmdum, auka teygjanleika hennar og stinnleika. Húðin er vernduð gegn þurrki.
Kál: Eykur raka og verdnar húðina frá frekari skemmdum.
Odraline: mýkir og nærir
Allantoin: kemur í veg fyrir ertingu.
Ég myndi ekki láta þessa púða duga til að taka af farða heldur finnst mér þeir fullkomnir að strjúka vel yfir húðina þegar ég hef tekið farðann af til að ganga úr skugga að húðin sé laus við allann farða og önnur óhreinindi.

KALE FIX PROTECTING SHOT
Einstakir dropar sem veita aukna verndun fyrir húðina gegn slæmum umhverfisáhrifum. Slæm umhverfisáhrif geta valdið þurrki, þreytu í húðinni, litarmismun, fínum línum ofl.
Samstundis vinna droparnir gegn þessum áhrifum með blöndu af B5 Vítamíni, C og E fyrir heilbrigðari húð.
Droparnir eru léttir og rakagefandi með Serum áferð (fljótandi áferð sem fer hratt inn í húðina og skilja ekki eftir sig klístur)
Kál: veitir vítamín, steinefni og andoxunarefni djúpt í húðina.
Pronalen bio protect: verndar húðina gegn umhverfisáhrifum
StayC 50: jafnar áferð húðarinnar.