
** Vöruna fékk höfundur að gjöf **
Ég held ég hafi nokkrum sinnum komið að því bæði hér og á Instagram hvað sólarvörn er mikilvæg. Sorglegt að segja frá því en mér finnst ég þekkja allt of marga búsetta hér á Íslandi sem eru ekki nógu duglegir við að nota sólarvörnina þegar hitinn fer hækkandi og sólin fer að skína.
En af hverju ættum við að nota sólarvörn þegar við fáum ekki 20+ hita og heiðskýran himin á hverjum degi?
Sólargeislarnir eru alltaf skaðlegir sama hve hitastigið er. Þeir geta skaðað húðina okkar verulega þó svo það sé skýjað úti eða við sitjum inni framan gluggan með sólina í andlitinu.
Við leggjum mikla vinnu í að halda húðinni okkar fallegri með allskyns kremum en það tekur ekki nema örfáar mínútur út í sólinni án allra varna fyrir margra mánaða vinnu að skemmast, allt ónýtt ! Er það virkilega þess virði?

Úfjólubláu geislarnir sem skaða húðina okkar eru tvennskonar. UVA og UVB geislar.
UVA geislar fara djúpt ofan í húðina okkar og flýta fyrir öldrun hennar. Við fáum fyrr fínni línur, dýpri hrukkur og öldrunarbletti í andlitið. UVA geislarnir ná auðveldlega í gegnum gler svo þó við sitjum inn í bíl eða heima hjá okkur fyrir framan sólarglugga án sólarvarna, er sólin strax byrjuð að skemma húðina okkar, svo sterkir eru geislarnir ! Ljósabekkir innihalda t.d. UVA geisla.
Gott dæmi er gamli bílstjórinn. Hann keyrði sömu leiðina í vinnunni sinni sama tíma dags í mörg ár og þar af leiðandi var sólin alltaf á sömu hlið bílsins.
Myndin segir allt sem segja þarf! Þessi fræga mynd er mikið notuð sem áróður í dag vegna sólarvarna því hún sýnir á svörtu og hvítu hversu miklar skemmdir UVA geislarnir hafa á húðina.
UVB geislar eru geislarnir sem gera húðina okkar brúna. En þeir eru líka geislarnir sem brenna húðina okkar og gera hana rauða.
Það tekur ekki nema 20 mínútur fyrir húðina að byrja brenna ef við erum ekki með sólarvörn.
Bæði UVB og UVA geislarnir eru krabbameinsvaldandi, er það ekki nógu góð ástæða til að bera á sig góða vörn??
Hefur þú lent í því að brenna svo illa efir sólabað að þér var illt? Þú varst eldrauð/eldrauður í húðinni, hún fór að flagna eftir smá tíma?
Húðin sér þetta sem sár og flögnunin er húðin að endurnýja sig. En var þetta allt þess virði fyrir smá lit?
Vissir þú að þú verður líka brún/brúnn ef þú berð á þig sólarvörn??
Þú brennur ekki og átt minni líkur á sortuæxli.
Sýrur eru tildæmis mjög vinsælar núna og verð ég því að taka það fram, ef notað eru einhverjar sýrur í húðrútínunni ætti ALLTAF að nota sólarvörn áður en farið er út. Ekki er mælt með að nota sýrur viku áður en farið er í sterka sól.
Ég fékk svo flotta gjöf frá Clarins sem var kærkomin núna rétt fyrir sumar en það voru nýju sólarvarnirnar.
Nýju sólarvarninar eru með endurbættari formúlu sem stuðla að vernda náttúruna. Formúlan skaðar ekki kóralana né sjóinn og umbúðirnar eru allar endurunnanlegar, svo eru þær líka sjúklega girnilegar !

Í línunni er að finna SPF vörn 30 og 50 fyrir líkama og andlit. Bæði í krem formúlu og gel (sem mér finnst æði að hægt sé að velja á milli)
SPF 30 olía fyrir líkama og hár sem ég er mjög spennt fyrir en ég elska olíur.
SPF 30 mineral compact sem er léttur farði sem aðlagast þínum húðlit. Ég er ótrúlega spennt fyrir honum. Mér finnst æði að geta sett á mig smá af léttum farða með góðri vörn. Smá extra ferskleiki fyrir sólbaðið.
Og að sjálfsögðu AfterSun sem nærir húðina og sér til þess að liturinn haldist sem lengst.
Þú finnur pottþétt sólarvörn sem þér mun líka við frá Clarins svo flott er úrvalið.
Clarins sólarvarnirnar má finna í verslunum Hagkaupa og öðrum sölustöðum Clarins.
Hugsið vel um húðina ykkar. Það er mun auðveldara að fyrirbyggja skemmdir í húðinni okkar en að reyna að laga það sem er nú þegar orðið skemmt.
Berið á ykkur góða vörn og njótið sumarsins
Gleðilegt sumar og takk fyrir að lesa
