Uppáhalds með Shiseido

** Stjörnumerktar vörur fékk höfundur að gjöf **

Að velja mínar uppáhalds Shiseido vörur var ekki auðvelt og sátu margar góðar vörur eftir sem mig langaði að ræða um.
Listinn er samt mjög fljótur að breytast vegna Shiseido er mjög flott að því leitinu hvað þau eru dugleg að þróa vörurnar sínar enn frekar og koma með nýjungar.
Ég á mér langan óskalista af vörum sem mig langar að prófa frekar. Ég er ekki að ýkja þegar ég segi ég hafi ekki fundið vöru sem gerir ekki neitt fyrir mig en línurnar eru allar svo ólíkar á góðan hátt.
Hér að neðan er aðeins brot af mínum uppáhalds vörum

WASO Quick Gentle Cleanser **
Hreinsar burt farða, umfram olíu og önnur óhreinindi af húðinni.
Nærandi hunang sem gefur húðinni heilbrigt útlit.
Konunglegt hlaup sem veitir aminó sýrur, vítamín, steinefni og raka.
Gelið freiðir um leið og það kemst í snertingu við húðina, þarf ekki vatn til að leysast upp.

Deep Cleansing Foam
Froðu hreinsir, fullkominn í seinni hreinsun til að hreinsa húðina.
Hreinsar í burtu öll umfram óhreindini og umfram olíu.
Til að fá sem mestu virknina er best að að leyfa hreinsinum að freyða vel í honundum áður en hann kemst í snertingu við andlitið.
Kirishima, mineral vatn frá Japan nærir húðina og verndar hana.
Dregur úr stífluðum húðholum og inniheldur bakteríudrepandi formúlu sem verndar gegn frekari stíflum og sýkingum í húðinni.
Hentar vel olíu mikilli húð.


Ultimune Power Infusing Concentrate
Uppáhalds varan mín frá Shiseido.
Concentrate er virkara efni en finnst í Serum. Gengur hratt í húðina og djúpt, skal notast á undan serum og öllum öðrum kremum.
Formúlan hjálpar komandi húðrútínu að vinna enn frekar.
Ríkt af andoxunarefnum sem draga úr öldrunareinnkennum, vernda húðina gegn skaðlegum umhverfisáhrifum.
Fullkomið boost fyrir húðina.
Ég þarf að næla mér í nýtt eintak sem allra fyrst þar sem ég spara ekkert þegar kemur að þessari vöru.
Einnig er til sérstök formúla fyrir augnsvæðið, ég elska hana eins mikið!

Essential Energy Moisturizing Gel Cream **
Dagkrem sem hefur verið mikið notað. Gelkennd formúla sem hefur eintóman raka.
Áferðin er ekki klístruð og veitir kælandi áhrif sem dregur úr þrota og merki um þreytu.
ReNeura tækni endurvekur húðina og hjálpar henni að meðtaka kremin enn frekar. Planta frá Japan, Ashibata endurnýjar, Citrus Unshiu veitir húðinni djúpa næringu og raka. Einstök blanda sem skilur húðina eftir silkimjúka.
Má nota kvölds og morgna.
Þetta eru í mjöööög miklu uppáhaldi

Glow Revival Cream **
Hið fullkomna krem til að snúa öllu við !
Roði, þurrkur, litamismunur, fínar línur og hrukkur.
Formúlan bráðnar inn í húðina og hjálpar húðinni að halda í rakann.
Húðinn endurheimta ljóma og heilbrigði að nýju.
Kremið inniheldur MultiCapisolve 1124 sem vinnur gegn háræðaslitum og eykur teygjanleika húðarinnar.
RenoCycle tækni endurnýjar húðfrumur og Hyaluronic sýrur sjá til þess að húðin missi ekki frekari raka.
Með reglulegri notkun fer ljómi húðarinnar að birtast á ný.

WASO Beauty Sleeping Mask **
Hvar var þessi maski í fæðingarorlofinu mínu??
Maskanum er líkt við fullann nætursvefn, nema bara í krukkuformi.
Gelkenndur maski næturmaski
Hefur endurnýjandi áhrif á húðina, birtir til, endurvekur, dregur úr þrota. Húðin öðlast raka og ljóma yfir nóttina.
Áferðin er ekki klístruð.
Formúlan hefur litlar ambúllur sem bráðna inn í húðina og veita henni Vítamín C og E sem endurvekja þreytta húð og veita henni bjartara yfirbragð.
Minn go-to maski eftir erfiða daga og svefnlausar nætur.

WASO Purifying Peel Off Mask **
Ég er ekki hrifin af peel-off möskum en þennan elska ég.
Hann hreinsar húðholur fullkomlega án þess að þurrka húðina frekar upp.
Auðveld leið til að endurheimta mjúka húð. Formúlan er rík af leir og eucalyptus sem soga í sig óhreindinin og auka ljóma í húðinni. Vernda húðina einnig gegn frekari bakteríum og minnka húðholur.
Með reglulegri notkun eykst ljómi húðarinnar.
Maskinn er auðveldur að rífa af og særir ekki.

Benefiance Wrinkle Smoothing Cream Enriched **
Nýjasta viðbótin í Benefiance línuna en sú lína er vinsælust hjá Shiseido. Þekkt fyrir að draga vel úr öldrunareinkennum og vernda húðina gegn skemmdum.
Inniheldur einnig Renaura tækni sem fær húðina til að vakna og taka betur á móti komandi kremum.
Húðin berst hraðar gegn ótímabærir öldrun. Ásýnd fínna lína minnka til muna, ljóminn í verður meiri ásamt þéttleika og rakinn í húðinni eykst til muna.
Formúlan er einstaklega mjúk, kremið fer hratt í húðina. Sniðugt er að para rakakreminu með Ultimune Power Concentrate

Shiseido er fáanlegt í
Hagkaup Kringlu
Hagkaup Skeifu
Hagkaup Smáralind
Hagkaup Garðabæ
Hagkaup Akureyri