
** Vöruna fékk höfundur að gjöf**
Ég man þegar ég kynntist fyrst Nip+Fab, þá var úrvalið í No Needle Fix línunni lítið spennandi. Í dag er ég ekkert smá spennt að sjá hvað línan er búin að stækka mikið! Ég er aðeins að prufa mig áfram með vörurnar og enn sem komið er lýst mér mjög vel á.
Línan er ætluð til að vinna á ótímabærri öldrun húðarinnar og eins og nafnið gefur til kynna að vera hálfgerð lítaaðgerð fyrir andlitið eða draga úr fínum línum, þétta, lyfta og vernda húðina okkar.
Ég tel línuna vera fullkomna fyrir 25+, ég elska að hafa alla möguleikana sem Nip+Fab bíður upp á upp á að geta blandað línunum svoldið saman eftir hvernig húðin mín er hverju sinni og hvað ég vil einblýna á.



NO NEEDLE FIX SERUM
Einstakt serum sem eykur þéttleika húðarinnar.
CellActive formúla sem hjálpar að draga úr ásýnd fínna lína.
Ákveðin kjarni úr höfrum “blurrar” sýnilegar skemmdir húðarinnar og sléttir úr fínum línum og hrukkum.
Cassia Agnusftfilia Seed veitir raka og mýkt.
Ótrúlega virk formúla.

NO NEEDLE FIX MOISTURISER
Mjög rakagefandi rakakrem sem verndar húðina gegn ótímabærri öldrun.
Inniheldur SPF 20 (ég elska þegar rakakremin veita mér góða vörn!!)
Húðin verður öll mýkri og degur úr ásýnd fínna lína. Húðin endurheimta ljóma sin eftir reglulega notkun.
Hafrar tóna húðina, draga úr fínum línum og veita húðinni mýkt.
Hyaluronicsýrur veita hámarks raka og sjá til þess að rakinn festist vel í húðinni.
Vítamín E gefa húðinni nauðsynleg Andoxunarefni

NO NEEDLE FIX NIGHT CREAM
Ég kýs að nota virkari vörur á kvöldin og leyfa þeim að vinna vel á húðinni yfir nóttina (en húðin okkar vinnur best þegar við hvílumst og sofum)
No Needle Fix næturkremið inniheldur Retinol og er því mjög virkt krem sem vinnur á öldrun húðarinnar.
Nærandi olíur og raki passa að húðin fari fersk og ljómandi inn í næsta dag.
Húðin nærist vel yfir nóttina og útlit hennar verður yngra.
Slow Release Retinol vinnur gegn ásýnd fínna lína og þéttir verulega úr hrukkumyndun.
Sweet Almond Oil djúpnærir húðina og mýkir. Vítamín E veitir húðinni kraftmikil og nauðsynleg andoxunarefni

NO NEEDLE FIX EYE SHEET MASK
Æðisleg augngríma sem þéttir fínar línur og hrukkumyndun á augnsvæðinu.
Gríman er rík af Hyaluronic sýrum og Kollagen sem hjálpar augnsvæðinu að verða þéttara, unglegra og bjartara.
Einstaklega rakagefandi og formúlan er gelkennd sem veitir kælandi tilfinningu og dregur samstundis úr þrota.
Dregur úr ótímabærri öldrun, þéttir og endurnýjar.
Fullkominn leið til að byrja hvern morgun með ferskara útliti!

NO NEEDLE FIX HAND CREAM
Sjá má merki um öldrunareinkenni fyrst á höndunum okkar og ber því mikilvægt að næra þær einnig vel eins og við gerum með andlitið.
Handáburður sem inniheldur Kókosolíu og allskonar vítamín.
Formúlan er ekki fitug og fer hratt inn í húðina.
Amino Acid vinnur á litaleiðréttingu á húðinni meðan Shea Butter nærir og mýkir. Vítamín A +C veita húðinni ljóma og lífleika og vernda hana fyrir frekari skemmdum úr umhverfinu.
Það heillar mig ótrúlega mikið að sjá handáburð í línum eins og þessarri sem er ætluð að vernda húðina mína fyrir fekari skemmdum.
