Miami Blossom – Escada

Escada voru ilmir sem ég notaði mikið back in the days.
Allir voru þeir mjög ferskir, blómalegir, ýktir og skemmtilegir.
Ég átti nokkra uppáhalds ilmi og þar á meðal sumarilminn Cherry in the air sem var aðeins í takmarkaðan tíma, ég hef ekki tölu á hvað ég kláraði mörg glös af honum á þeim tíma.
Escada var rétt í þessu að koma með nýjan sumarilm en sá heitir Miami Blossom og minnir mig svo ótrúlega mikið á Cherry in the air ilminn sem ég var alltaf með nema þessi nýji er örlítið ferskari.

Escada – Miami Blossom

Á hverju sumri kemur sumarilmur frá Escada sem lifir aðeins í takmarkaðan tíma. Sumarilmirnir komu fyrst frá Escada árið 1993 og síðan þá hafa selst 40 milljónir flaska. Það er 1 flaska á hverri 8 sek !
Allir ilmirnir eru eins ég sagði fyrir ofan mjög litríkir, ilmsterkir og ferskir og einkennast þeir allir af ávaxta/blóma nótum. innblásturinn hverju sinni ræðst af framandi landi eða stöðum sem allir dreyma um að eyða sumrinu sínu á.

Á hverju ári er nýr grafískur hönnuður sem sér um pakkningarnar en í ár er það Yordanka Poleganova
Innblásturinn fyrir Miami Blossom er að sjálfsögðu Miami, ávaxta kokteilar, neon ljós, sundlaugar og hvers kyns kvöld sem gerir ferðalagið ógleymanlegt

Ananas er það sem einkennir ilminn góða en hann minnir ótrúlega mikið á góðan ávaxta kokteil ! Sandelviður og musk gefa hlýjar nótur í ilminn. Ilmurinn er mjög ferskur og mér finnst hann hafa mjög glaðleg áhrif á hjartað mitt þegar ég nota hann.

Top: Ananas, Appelsína, Jasmín
Hjarta: Tiare, Tuberose, Jasmín
Botn: Sandelviður, Musk

Ilmurinn er kominn í verslanir Hagkaupa og mæli ég með að þið hafið hraðan á þar sem hann kemur aðeins í takmörkuðu upplagi.