Ávaxtasýrur – Nip+Fab

** Vöruna fékk höfundur að gjöf**

Ég man þegar ég heyrði fyrst “ávaxtasýrur” í húðumhirðu þá fékk ég smá hroll og varð hrædd. Mér fannst eitthvað svo hræðileg hugmynd að setja sýrur í andlitið.. little did I know að ég gæti ekki lifað án þeirra nokkrum árum seinna.
Nip+Fab er þekkt vörumerki vegna virka efna í vörunum og hve ríkar vörurnar eru af sýrum.
Sýrur geta haft ótrúlega góð áhrif á húðina okkar ef þær eru rétt notaðar og fylgt sé eftir með sólarvörn… ALLTAF (húðin okkar verður viðkvæmari fyrir sólargeislum eftir notkun sýra)
Í flestum vörulínum Nip+Fab má finna snilldar bómullaskýfur sem gegna allar mismunandi hlutverkum. Skífurnar eru allar hruflaðar á annarri hliðini en sléttar hinum megin. Hruflaða hliðin er ætluð til að skrúbba húðina á yfirborðinu og taka í burtu dauðar húðfrumur meðan sú slétta “fínpússar” húðina.
Skífurnar eru fullar af góðri sýru fyrir húðina og meðan þeim er nuddað vel á húðinni sogast sýrurnar í húðina okkar og byrja samstundis að vinna sína vinnu.
Skýfurnar hafa hver sinn eiginleika eins og draga úr bólumyndun, róa húðia, minnka húðholur, vinna á fínum línum ofl.

GLYCOLIC EXFOLIATE PADS
Stútfullir af Glycolic sýru sem djúphreinsar húðina.
(Sögur segja frá því að Kylie Jenner og Mario Dedicanovic, förðunarfræðingur KimK séu miklir aðdáendur)
Glycolic sýran gengur djúpt í húðina okkar og endurnýjar hana innan frá, með reglulegri notkun verður húðin mun jafnari, fær aukin ljóma og raka.
Þessar skífur hafa reynst mörgum vel í baráttunni við bólurnar og jafnvel til að vinna á örum.
Daily:
Léttar skífur, 2,8% Glycolic Sýra
Má nota kvölds og morgna
Night Extreme:
Sterkari en þær Daily, 5% Glycolic Sýra
Inniheldur blöndu af AHA og BHA sýrum (Glycolic (AHA) og Salicylic sýru (BHA))
BHA sýrur vinna mjög vel á bólgum, roða og bólum.
Lactic Acid leysir upp dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi.
Notist aðeins á kvöldin.
Sensitive:
Skífur fyrir viðkvæma húð. Inniheldur minna magn af Glycolic Acid en meira magn af Panthenol sem viðheldur rakanum í húðinni. Aloe Vera róar húðina.
Notist kvölds og morgna.
Foaming:
Hreinsun og skrúbbur
Inniheldur 2% af Glycolic Acid. Skífurnar hreinsa húðina og skrúbba hana létt án þess að erta hana og veita henni frekari skemmdum. Húðholur þéttast verulega
Notist á raka húð, og hreinsið af með volgu vatni. Má nota daglega.

Notist á hreina húð á undan rakakremum.

TEEN SKIN FIX SALICYLIC ACID
Day Pads:

Salicylic sýra (BHA) er bólgueyðandi og gengur dýpra í húðina en Glycolic Sýra (AHA)
Skífurnar róa húðina, draga úr bólgum og roða. Vinna vel gegn bólumyndun og rósroða.
Minnka húðholur.
Lotus þykkni dregur úr umfram olíu og gefur raka og vinnur á áferð húðarinnar.
Night Pads:
Inniheldur meira magn af Hyaluronic sýru Phytofuse sem hefur græðandi áhrif.

TEEN FIX BREAKOUT RESCUE PADS
Hreinsar burt óhreindi úr húðinni og húðholum og dregur úr umfram olíu.
Wasabi þykkni veitir andoxunarefni í húðina sem dregur úr bakteríu myndun í húðinni og ver húðina þannig gegn frekar bólgum og bólum.
Notist kvölds og morgna, (fyrir viðkvæma húð er mælt með að nota aðeins 2-3 í viku.

KALE FIX PADS
Mildar hreinsiskífur sem hreinsa burt óhreindini og farða. Róa og kæla viðkvæma húð. Hentar ótrúlega vel fyrir þurra húð þar sem skífurnar eru fullar af raka og vítamínum sem næra húðina.
Má nota á augu.

Með allri notkun á sýrum er mælt með að nota sólarvörn þar sem húðin verður viðkvæmari fyrir sólargeislum.
Einnig er eðlilegt að finna fyrir lítilli kítlandi tilfinningu í fyrstu við notkun skífana en það er sýran að vinna vinnu sína.
Ekki er eðlilegt að sýrurnar valdi miklum sársauka, sviða eða öðrum óþægindum.
Ég mæli alltaf með að fara varlega í byrjun, byrja rólega og byggja sig upp.

En skífurnar eru frábærar í góða djúphreinsun á húðinni og veita henni þá næringu og umönnun sem henni vantar dýpra.