
Ég tók mér langa og góða pásu frá öllu bloggi og Instagram í í einhvern tíma. Með tímanum fann ég að ég var farin að setja of mikla pressu á sjálfan mig bæði hér, í vinnu ofl svo eitthvað þurfti að víkja í smá tíma og ég fór að sinna öðrum verkefnum.
Það er hinsvegar búið að kitla mig mikið að byrja að blogga aftur, koma frá mér útrásinni sem ég hef að tala um snyrtivörur. Mig langar að sækja í mig frekari fróðleik varðandi húðina, vörur, merki ofl og deila með ykkur. Ég elska að læra eitthvað nýtt og deila með öðrum.
Annars er ég núna að byrja síðasta þriðjunginn á seinni meðgöngunni minni ! Tíminn hefur verið frekar lengi að líða en samt svo fljótur eitthvað. Meikar það sens?
Á minni fyrri meðgöngu varð húðin mín hræðileg ! Ég hef sjaldan orðið eins slæm af bólum bólgum og roða. Tveimur árum seinna fer ég loks til húðsjúkdómalæknis og við náum að losna við undirliggjandi sýkingu í húðinni sem veldur bólunum og bólgum með lyfjum og kremum.
Ég hef verið frekar góð á þessari meðgöngu og ég held að partur af því sé að ég er búin að losa mig við þessa sýkingu sem valdi flestum bólunum en ég var ferkar smeyk að enda í gamla farinu. Sýrur hjálpuðu mikið til að halda húðinni minni góðri og fallegri og var ég sérstaklega hrædd að geta ekki notað þær í 9 mánuði. Ég get sagt að ég sé orðin gríðarlega spennt að byrja nota þær aftur og demba mér í frekari fróðleik um nýjar sýrur þegar meðgöngunni líkur.

Ég fann mér góða húðrútínu sem ég hef notað nánast alla meðgönguna og húðin mín hefur aldrei verið eins góð, án allra sýklalyfja og sýra og mun ég deila henni með ykkur.
Ég vandaði mig að nota aðeins milda andlitshreinsa ásamt góð og rakamikil krem til að næra húðina sem best. Andlitskremin sem ég hef verið að nota er efni í algjörlega sér færslu.

En ég prufaði ný serum sem mig hafði lengi langað að prófa en aldrei komist í.
Ég hef lengi verið skotin í Abeille Royale línunni frá Guerlain en fyrir ykkur sem ekki vita þá er ég rosalega hrifin af Guerlain. Ég bloggaði mikið um hana hja BOX12.is en aldrei prufað hana eins og ég ætlaði mér.
Abeille Royale línan er þekkt fyrir að innihalda hágæða hunang en hunang hefur græðandi áhrif á húðina ásamt því að endurnýja hana.
Hunangið sem er í Abeille Royale línunni kemur frá lítilli eyju í Frakklandi en sú eyja er algjörlega friðuð. Aðeins örfáir einstaklegar fá að fara á eyjuna til að safna saman hunanginu sem síðar er notað í vörurnar.
Mér hafði verið bent á að blanda tveimur vörum saman úr línunni væri algjör gamechanger, svo ég varð að prófa.
Við erum að tala um Double R Serum og Youth Watery Oil !

Double R Serum:
Þetta er tvískipt serum sem inniheldur tvær ólíkar formúlur. Önnur formúlan vinnur á að jafna áferð húðarinnar og endurnýja hana meðan hin vinnur gegn öldrun húðarinnar og gefur henni aukinn þéttleika.

Youth Watery Oil:
Þessi vara er eitthvað undur ! Formúlan er jafn áhrifarík og serum, jafn nærandi eins og olía og rakamikil eins og krem!
Áferðin er olíukennd en hún fer hratt inn í húðina svo þú getur bætt rakakremi ofan á.
Ég finn að húðin mín verður strax silkimjúk og með reglulegri notkun fannst mér áferðin á húðinni minni vera mun mun betri og þéttari.
Ég er mjög gjörn að breyta um vörur eftir ákveðin tíma en ég hef notað þessa vöru alla meðgönguna og er tilbúin með back up vöru í skápnum þar sem mín olía er að klárast !
Mér finnst líklega mikilvægt að taka það fram að ég þjáist af rósroða í húðinni sem sprettur fram eftir bólur. Ég hef vissulega fengið einstaka bólur síðustu mánuði en ekkert slæmt, en roðinn eftir þær hef ég átt auðveldara með að ráða við og ég held að þessar vörur eigi meirihlutann í þeirri vinnu.
Ég er strax komin með augastað á fleiri vörur úr línunni sem ég hlakka til að prófa.
Abeille Royale línan fæst t.d. á næsta sölustað Guerlain í Hagkaup.
