Mínar uppáhalds vörur á meðgöngunni.

Ég legg mikinn metnað í að viðhalda rakanum í húðinni minni allt árið í kring og var staðráðin að vera enn duglegri á meðgöngunni.
Ég var ekki lengi að finna mér krem og olíur sem mér líkaði við og hef notað út alla meðgönguna.
Slit á meðgöngu eru mjög algeng og veit ég vel að ekki er hægt að koma í veg fyrir þau með kremum eða olíum en hægt er að draga úr þeim og jafnvel minnka ásýnd þeirra.

Ég ber á mig body lotion eða olíur á hverju kvöldi eftir sturtu og þá sérstaklega á magasvæðið, rass og læri (þar sem helstu slitin myndast á líkama mínum) Ég passa líka vel upp á að bera á olnboga og hné en þar myndast oft mikill þurrkur hjá mér.

Clarins – Stretch Mark Minimzer
Ég las mér aðeins til um þessa vöru áður en ég prufaði hana fyrst. Ég hef litla trú á vörum sem segja að slitin, appelsínu húðin eða hrukkur hverfi samstundis svo nafnið á vörunni var ekki alveg að selja mér þetta í fyrstu. En þar sem ég hef lengi verið hrifin af Clarins vörunum þá varð ég að vita meira.
Kremið er afskaplega þykkt og raka mikið og má segja að það hafi selt mér það strax að versla það.
Ég finn fyrir litlum þurrki þegar ég nota hana, en ég get lítið sagt til um hvort hún komi í veg fyrir slit eða ekki en ég tel að rakinn í vörunni hjálpi mikið til.

Clarins – Body Treatment Oil “Tonic”
Ég hafði heyrt mikið talað um þessa olíu og hversu mikið óléttar konur dásama henni. Ég varð því að sjálfsögðu að prófa.
Olían er 100% ilmkjarnaolía en hún hefur þéttandi áhrif á húðina, eykur teygjanleika og hefur þá eiginleika að draga úr og koma í veg fyrir húðslit.
Hún gefur svo fullkominn raka á húðina, ég hef ekki tölu hve margar flöskur ég er búin með síðan ég varð ólétt.

BodyShop – Body Butter “Shea”
Ég elska allar húðvörur sem innihalda Shea Butter.
Shea Butter hefur þá eiginleika að mýkja húðinni og lækna hana af þurrki og óþægindum. Húðin róast og tónast með reglulegri notkun Shea Butter.
En það þarf varla að kynna Body Butter frá Body Shop, þykk og raka mikil krem. Ég hef notað þessa vörur í fjölda ára og elska hvað þær gefa húðinni minni góðann og mikinn raka.

L’occitane – Almond Shower Oil
Þessa sturtuolíu kaupi ég aftur og aftur. Ég elska rakann sem hún gefur og hvað húðin verður mjúk eftir sturtu. Mér finnst líka algjör snilld að L’occitane bíður upp á að kaupa áfyllingar í poka og þú nýtir þar afleiðandi alltaf sama brúsann aftur og aftur.
Formúlan er létt og olíukennd sem breytist í mjúka mjólkuráferð þegar hún kemst í snertingu við vatn.