LOEWE – AURA WHITE MAGNOLIA

LOEWE – Aura White Magnolia er ilmvatnið sem ég hafði gríðarlega mikið fyrir að eignast.
Ég hafði fengið prufu af ilmvatninu síðasta daginn minn á Tenerife um jólin. Ég setti prufuna í veskið og spáði ekkert frekar í henni fyrr en ég kom heim til Íslands.
Ég hreinlega trylltist þegar ég fann lyktina og fann að þetta var ilmurinn MINN! Ilmvatnsperrinn sem ég er, þegar ég finn einhvern ilm sem ég elska þá hætti ég ekki að hugsa um hana fyrr en ég get baðað mig sjálf upp úr henni. Eðlilegt? Veit það ekki !

Ég leita út um allt á netinu af ilminum og ekki virtust vera margar verslanir sem selja hann eða þá senda til Íslands. Eftir langa leit þá finn ég góðan millilið sem tók á móti ilminum og sendi hann til mín. Að sjálfsögðu lét ég ekkert minna en 100ml duga fyrir allt þetta vesen !

LOEWE er spænsk “high end” vörumerki og hafa þau framleitt fjölda ilmvatna, fatnað ofl.
LOEWE Aura White Magnolia ilmurinn er dásamlegur !
20% af innihaldi hans er eru ilmkjarnaolíur sem ilma svo vel!
Hann er ótrúlega kvennlegur en samt með sterkan karakter.
Flaskan er ferkar töff, húðuð af gulli en samt smá gamaldags og eydd. Tappinn er úr Sycamore viði sem endurspeglar náttúruna.

Ilmurinn inniheldur nótur af Mangolia blómi, Cotton Candy, Vanillu þykkni og Yuzu.