Fallegur ljómi með YSL

** Vöruna fékk höfundur að gjöf **

Undanfarna mánuði hef ég verið að prófa ýmsa farðagrunna, prufað að blanda þeim saman til að finna út mitt fullkomna combo.
Ég varð svo hrifin af YSL vörunum síðan ég fór að kynna mér merkið betur um jólin. Síðan þá hafði mig langað að prófa vinsæla farðagruninn – Top Secrets Instant Moisture Glow

Ég var svo heppin að fá vöruna að gjöf og fór að sjálfsögðu strax í það að prufa hana.
Formúlan er afar létt og minnir mig á matta gel áferð en hún blandast svo ótrúlega vel inn í húðina. Húðin fær gullfallega silki áferð og veitir farðagrunnurinn hámarks raka í allt að 72 klukkustundir !

Varan er einnig bundin þeim eiginleika að “blurra” ásýnd fínna lína, fylla vel í húðholur og jafna áferð húðarinnar svo farðinn verði sem fallegastur. Húðin fær léttan og fallegan ljóma sem helst vel yfir allann daginn.
Ég varð strax hrifin af vörunni en ákvað að prófa í nokkra daga, eftir nokkra daga test var ég enn jafn hrifin, áferðin á farðanum var alltaf falleg, sama hvaða farða ég notaði.

Húðin verður samstundis gullfalleg þegar farðagrunurinn er borinn á og enginn farði yfir svo hann má einnig nota einan og sér.

Ég er strax farin að grípa þennan primer í daglega.