
Ég gjörsamlega elska lítil trix sem hreinlega geta breytt svo miklu fyrir mann !
Ég er með blandaða til olíukennda húð og augabrúnirnar eru engin undantekning. (já augabrúnir geta líka verið olíukenndar)
Ég hef lengi vel dílað við olíukenndar augabrúnir og ég fer reglulega í plokkun og litun en dagsdaglega fylli ég inn í þær.
Ég held að flestir geta verið sammála því að brúnirnar skipta svo miklu máli á andlitinu okkar. Við viljum flest hafa þær í lagi.


DipBrow fæst hjá Nola.is og Gosh Brow Hair Stroke fæst m.a. í Hagkaup og Krónunni
Mínar uppáhalds augabrúna vörur eru DipBrow frá Anastasia Beverly Hills og Gosh – Brow Hair Stroke. Fyrst hélt ég að það væri vörunum að kenna að brúnirnar mínar yrðu olíukenndar, ég prufaði að skipta yfir í aðrar vörur, púður vörur, blýanta.. hvað sem er.
Liturinn byrjaði alltaf að dofna og renna af með deginum. Á myndum sem teknar voru með flassi mátti vel sjá hversu glansandi og olíukenndar brúnirnar væru ! Óþolandi !
Ég rakst á blogg frá Huda Beauty þar sem hún skrifar um nákvæmlega sama vandamál. Hennar lausn var að baka brúnirnar !
Undirrituð orðin vel þreytt að ferðast sífellt um með augabrúnavörur með mér í veskinu ákvað ég að prófa.
Fyrir ykkur sem ekki vita hvað “að baka” er, þá er það aðgerð sem oft er notuð til að festa niður farðann. Miklu magni af púðri þjappað létt ofan á farðann og dustað af eftir ákveðinn tíma. Farðinn á því að sitja betur og púðrir draga í sig umfram olíu. Ég nota þessa tækni aldrei en hún hentar vel mörgum.

Ég setti meik á andlitið og fyllti inn í brúnirnar eins og ég vön. Pakkaði púðri beint ofan á brúnirnar varlega og lét það sitja þar til ég kláraði restina af andlitinu. Púðrinu dustaði ég svo létt af með greiðu í lokin.
Ég sá strax að þær voru ekki eins olíukenndar og vanalega en ég var frekar spennt að sjá hvernig þær héldust yfir daginn.

Eftir 8 klukkustunda vinnudag án þess að komast í spegil kom ég heim með augabrúnirnar á sínum stað síðan 7 um morguninn ! Ég hef meira segja fengið fleiri góð komment á brúnirnar mínar síðan ég byrjaði á þessu.
Eins og ég sagði áðan þá “baka” ég aldrei þegar kemur að förðun en ég held að ég hafi aldrei sleppt úr degi síðan ég komst að þessu trixi !
Þið olíupésar getið þakkað mér seinna !
