Nýjar vörur með L’occitane

** Vörurnar fékk höfundur að gjöf **

Almond Shower Oil er sturtusápa sem ég hef marg oft keypt og á alltaf til heima. Olían er afar rakamikil og breytist í léttkenda mjólk þegar hún kemst í snertingu við vatn.
L’occitane er þekkt fyrir hreinar vörur og vera annt um umhverfið og bjóða þau t.d upp á áfyllingu á sturtusápunni í pokum sem mér finnst æði ! Þú ert þá ekki alltaf að kaupa nýjar og nýjar umbúðir heldur nýtir þá sömu og þú átt nú þegar.

Ég heimsótti L’occitane ekki fyrir svo löngu og fékk að kynnast nýjum vörum í Almond línunni – þið getið ímyndað ykkur hvað ég var spennt miðað við ást mína á sturtu olíunni.
Nú hefur bæst við bæði Sjampó og Hárnæring !

Hárið mitt er mjög heilbrigt og legg ég mikinn metnað að halda því þannig og spái því mikið í þeim vörum sem ég nota í hárið mitt.
Ég hef núna prufað vörurnar nokkrum sinnum á sjálfan mig og líka stelpuna mína og ég get sagt að þetta er algjört dekur í hárið !

Vörurnar innihalda möndlu-olíu frá Provence. Sjampóið hreinsar hárið, hársvörðinn og gefur því fallegan raka og gljáa. Hárið verður líka vel mjúkt og ekki skemmir fyrir þessi dásamlegi möndlu ilmur !
Næringin gerir hárið svo ótrúlega mjúkt og leisir úr öllum flóka. Mér finnst þessi tvenna fullkomin fyrir dóttir mína en hún er með mikið og þykkt hár sem á til að flækjast vel. Ég vil ekki nota hvað sem er í hárið á henni tildæmis og er því tilvalið að við deilum þessu dekri saman.

Ég fékk einnig að prufa nýjan skrúbb sem heitir Almond Crunchy Muesli Scrub. Þetta er án efa girnilegasti skrúbbur sem ég hef átt en þessi girnilegi möndlu múslí líkamskrúbbur inniheldur náttúruleg innihaldsefni sem veita húðinni vellíðan, en hvert múslí korn er umvafið möndluolíunni frá Provence.
Skrúbburinn fjarlægir dauðar húðfrumur, sléttir áferð húðarinnar og skilur hana eftir silki mjúka.
Skrúbbinn má nota einan og sér fyrir grófari áferð en það má einnig blanda honum í mína uppáhalds Almond Sturtuolíuna fyrir meiri olíukenndari skrúbb og vægari áferð.
Ég hef prufað báðar aðferðirnar, að nota hann einan og sér er dásamlegt. Hann er alls ekki of grófur en nógu grófur samt sem áður til að gera sem hann á að gera. Að blanda honum við sturtusápuna gefur manni fullkomin SPA fýling !

Mæli með að þið kíkið á Loccitane.is og skoðið úrvalið sem er í boði en vörurnar eru allar svo áhugaverðar og gómsætar !
L’occitane er á fyrstu hæð í Kringlunni.