Fullkomin brúnka fyrir andlitið

Síðustu dagar hafa verið mjög skrýtnir í samfélaginu, svo ótrúlega margt að gerast sem gerir okkur hin frekar stjórnlaus og marga jafnvel hrædda.
Það er mikilvægt að muna að þegar við tæklum hluti sem eru ekki í okkar höndum að stjórna að taka bara einn dag í einu, við erum öll að gera okkar besta.

Það er einnig mikilvægt að ræka líkama og sál á þessum tímum og huga best að okkur sjálfum. Smá dekur og sjálfsást getur gert svo ótrúlega mikið.
Mér líður alltaf ótrúlega vel þegar ég hef dekrað vel við húðina og skellt á mig smá brúnku – létt brúnka getur gert svo ótrúlega mikið fyrir mig.
Ég póstaði á Instagram um daginn að ég hafði keypt nýtt brúnku Serum frá St. Tropez og voru margir forvitnir að heyra meira, ég fékk þá hugmynd að pósta léttu bloggi um mínar uppáhalds brúnkuvörur fyrir andlitið en þær eru nokkrar sem mér finnst ég alltaf verða að eiga.

St. Tropez – Purity Vitamins Bronzing Water Serum
Þessi vara er ólík öðrum frá St.Tropez en þetta er ekki aðeins brúnka heldur líka serum. Ég nota þetta eftir hreinsun og áður en ég set rakakremið á mig. Brúnkan nær hámarki eftir 4-8 tíma. Mér finnst húðin fá ótrúlega fallga brúnku og einnig fallegan ljóma og ferskleika.
Það er líka talað um að þetta sé frábær Primer – ég hef ekki prófað það enn.

Charlotte Tilbury Overnight Bronze and Glow Mask
Ég elska Charlotte Tilbury vörurnar, mér finnst allt svo fallegt sem hún kemur með, vörurnar frábærar og umbúðirnar svo flottar !
Ég hafði heyrt mikið um þennan maska og varð ég mjög spennt að prófa.
Þessi maski er látinn vera yfir nóttina, ég set alltaf á mig alla húðrútína og enda á þessum maska.
Formúlan gefur húðinni góðann raka ásamt því að veita henni fallegt glow og léttan lit. Ég hef notað hann tvö kvöld í röð til að ýkja aðeins upp litinn en finnst ég alltaf mjög fersk í húðinni þegar ég vakna.
Hann er vegan, cruelty-free, án SLS, SLES og paraben efna.

NIP+FAB Fake Tan Sprey
Þetta sprey hef ég notað gríðarlega mikið. Ég nota það aðalega á andlit, bringur og hendur. Mér finnst spreyið vera svo fíngert, það gerir húðina mín alls ekki flekkótta. Liturinn er líka mjög fallegur en mér finnst hann aðeins dekkri en þessi tvö sem ég hef talað um hér að ofan. Ég nota spreyið þegar ég hef klárað húðrútinuna mína á kvöldin og það tekur um 4 tíma fyrir brúnkuna að byrja myndast. Þetta er mín “Go 2 vara” þegar ég er löt en vil samt smá ferskleika.

AK Pure Skin Face Tan
Ég viðurkenni að ég var pínu smeyk að prufa þessa vöru fyrst. Mer fannst vera miki hype í kringum hana og var því hrædd að verða fyrir vonbrigðum.
Formúlan inniheldur tvö virk efni sem veita húðinni náttúrulega brúnku en veita húðinni einni raka. Varan er íslensk sem mér finnst mjög skemmtilegt.
Formúlan er olíukennd og finnst mér best að pressa henni létt inn í húðina þegar ég hef klárað húðrútínuna mína. Gott er að leyfa kremunum að fara vel inn í húðina áður en brúnkuvatninu er borið á. Það má líka blanda það út í rakakremið.
Uppáhalds combó-ið mitt þessa dagana er St.Tropez serumið og AK Pure Skin vatnið í lokinn. Ég vakna gríðarlega fersk og með fallega brúnku líkt og ég hafi sitið í sólinni síðustu 3 daga.