
** Vöruna fékk höfundur að gjöf **
Mér finnst svo margir eiga sér sinn maskara sem þeir halda alltaf í, skotheldur og virkar alltaf.
Ég hef lengi leitað mér að góðum maskara sem getur alltaf verið minn og tikkað í öll box. Ekki miskilja mig, það eru ótrúlega margir maskarar þarna úti sem ég hreinlega elska en þeir hafa allir það sameiginlegt:
Að smita frá sér. Eftir nokkra klukkutíma er ég alltaf með létta svarta strokur á efri og neðri augnloki.
Eins og fram hefur komið í öðrum bloggum er ég með mjög blandaða húð og húðin getur orðið olíumikil á ýmsum svæðum.
Eftir nokkra daga að prófa á nýja maskara byrja þeir að smita frá sér, hver einn og einasti !
Ég er orðin mjög þreytt að versla nýja maskara og þetta er alltaf útkoman en ég held sífellt áfram samt að leita af mínum fullkomna.
Ég vil maskara sem lengir stuttu augnhárin mín, helst vel á, molnar ekki og smitar ekki.
Í heimsókn minni til Lancome á Íslandi um daginn ákvað ég að athuga hvort þau ættu einn slíkann. Mér var samstundis bent á Monsieur Big Waterproof maskarann en ég hafði ekki heyrt um hann áður.

Ótrúlega spennt að prófa og gaf ég honum nokkra daga áður en ég myndaði mér skoðun. Haldiði að þetta sé ekki bara maskarinn minn!
Hann tikkar í öll boxin !
Burstinn er fremur stór og vanalega er ég ekki fýla stóra og mikla maskarabursta, ég var frekar smeyk að hann myndi klessa neðri augnhárin sérstaklega.
Burstinn er æði, engar klessur, greiðir vel úr og formúlan er ótrúlega mjúk. Molnar alls ekki yfir daginn, lengir augnhárin mín og SMITAR EKKI !
Ég er svo glöð að vera loks búinn að finna mér maskara sem ég veit að er skotheldur fyrir mig.
Maskarinn er án:
Parabena
Sulfates
Phthalates
