Monthly Favorites – Mars 2020

** Stjörnumerktar vörur fékk höfundur að gjöf **

Ég er sífellt að prufa nýjar vörur, uppgötva eitthvað nýtt og mér finnst fátt skemmtilegra en að mæla með þeim vörum sem hafa virkað vel fyrir mig og af hverju.
Ég er einnig alltaf hreinskilin varðandi þær vörur sem ég hef fengið að gjöf en ég tala aðeins fyrir sjálfan mig, hvað virkar fyrir mig og hvað ekki.
Ég gerði könnun á IG um daginn um hvort áhuginn væri meiri fyrir mánaðarlegu bloggi varðandi svona færslu eða vikulegt á IG Story. Meirihlutinn kaus vikulegt IG story en mig langar að gera ítarlegra blogg í lok hvers mánaðar, jafnvel hafa fleiri vörur fyrir ykkur sem kusið bloggið.

L’occitane Crunchy Muesli Scrub **
Þessi dásamlegi skrúbbur er kominn til að vera hjá mér. Hann er einstaklega góður, ekki of grófur og snilldin við hann er að honum má blanda við L’occitan möndlu sturutolíuna góðu til að fá enn meiri spa tilfinningu og mýkja áferð hans. Hann hreinsar vel dauðar húðfrumur, mýkir húðina ótrúlega mikið og kemur blóðrásinni af stað.

YSL – Top Secret Instant Moisture Glow **
Ég hef lítið notað aðra primer-a síðan ég fékk þessa dásemd. Lengi langað að prófa og varð svo ekki fyrir vonbrigðum. Hann fyllir vel upp í allar húðholur, sléttir áferð húðarinnar og gefur náttúrulegan og heibrigðan ljóma. Nánar má lesa um vöruna hér.

YSL – LIBRE Eau De Parfum **
Dásamlegur ilmur sem kom út seint árið 2019. Þessi ilmur er frekar djúpur en samt kvennlegur. Ég elska hvað endist lengi á húðinni en hann er alls ekki yfirgnæfandi. Ég hef lítið nota aðra ilmi upp á síðkastið en þessi var fljótur að lenda í toppsætinu.
Mér finnst glasið líka svo ótrúlega fallegt !
Ítarlegri færsla um vöruna er væntanleg.

CHANEL – LA MOUSSE Anti Pollution Cleansing Cream-To-Foam
Með þeim betri andlitshreinsum sem ég hef prufað.
Formúlan er frekar þykk og freiðir ótrúlega vel þegar hún kemst í snertingu við vatn. Mér finnst hún hreinsa húðina mína ótrúlega vel. Froðan hreinsar vel burt farða, umfram olíu og mengun af húðinni og skilur hana eftir tandurhreina. En þessi vara er mest selda vara CHANEL í Asíu.

Lancome – Mon Sieur Big Waterproof Mascara **
Ég er í sífelldri leit af góðum maskara sem smitar ekki. Ég hef verið að nota þennan í smá tíma núna og tikkar hann vel í öll box. Burstinn er stór og þéttur en hann er mjög auðveldur til notkunar. Kom mér á óvart hvað hann er fínn í neðri augnhárin líka. Formúlan er vatnsheld og á að endast í allt að 24 tíma en hann gefur mikið volume og extra svartann lit.
Færsla um hann má finna hér

Lancome – Hydra Zen Anti-Stress Glow Liquid Moisturizer **
Ég fjallaði örlítið um þett á Instagram um daginn og viðbrögðin leyndu ekki á sér.
Formúlan er afar létt en veitir góðann og mikinn raka. Kremið inniheldur 14 amínósýrur og hýalúrón sýru sem jafnar stressaða húð, veitir fallegan, heilbrigðan ljóma og mýkir húðina.
Ítarlegri færsla um vöruna er væntanleg.

Huda Beauty – Easy Bake Powder
Ég er alls ekki mikið að “baka” þegar kemur að förðun en ég er hinsvegar með blandaða húð sem getur orðið feit og glansandi yfir daginn svo mér finnst mjög gott að setja farðann með púðri svo hann haldist betur yfir daginn.
Ég er búin að vera að leita af hinu fullkomna púðri til að setja bæði undir augun og á önnur svæði á húðinni. Ég vildi púður sem sest ekki í fínar línur, verður ekki “cakey” og gefur mér ekki þessa týpísku púður áferð.
Þetta púður er að tikka í öll boxin og betur en það. Ég hef varla notað annað (þá aðalega undir augun) en það gefur svo fallega satín áferð. Púðrið sjálf er ótrúlega fíngert og mér finnst ilmurinn af því dásamlegur.
Ég nota litinn “Sugar Cookie” undir augun og “Pound Cake” yfir höku, nef og enni.