Fullkomið rakakrem á meðgöngunni

** Vörurnar fékk höfundur að gjöf **

Raki er mjög mikilvægur og hann er enn mikilvægari á meðgöngu. Við þurfum því að næra húðina okkar ótrúlega vel þessa 9 mánuði.

Skortur á raka flýtir fyrir öldrun húðarinnar ásamt því veita okkur óþarfa þurkkubletti, óþægindi og jafnvel djúp slit geta myndast hraðar.
Slit eru afar einstaklingsbundinn og oft er sagt að þau komi vegna þurrks í húðinni. Margar verðandi mæður kvíða því að húðin fari að slitna á meðgöngunni og bera á sig allskyns krem og olíur til að koma í veg fyrir það.
Þetta er vissulega gömul mýta og er í raun lítið sem hægt er að gera til að koma alveg í veg fyrir slit í húðinni.

Þó svo að það sé ekki hægt að koma í veg fyrir slitin alveg, þá er hægt að vinna gegn því hversu djúp og rauð þau geta orðið.
Ég hef notað krem sem ætluð eru slitum á meðgöngunni, ekki til að reyna að koma í veg fyrir þau heldur vegna þann frábæra raka og næringu sem þau innihalda. En þessi krem innihalda ákveðnar formúlur sem draga oft úr roða og þétta húðina betur en önnur rakakrem og þar af leiðandi getur orðið til þess að slitin verða ekki eins djúp eða eins rauð.

Ég fékk að prófa 2 húðvörur frá Biotherm sem ég vil segja ykkur frá en ég hef aldrei áður prófað vörur frá merkinu og var því mjög spennt. Ég huga ótrúlega vel að húðinni minni og ber á mig krem á hverju einasta kvöldi eftir sturtu.
Mér finnst mikilvægt að næra hana vel og koma í veg fyrir óþarfa þurrk, þannig næ ég að koma í veg fyrir óþarfa óþægindi sem húðin getur orðið fyrir.

Biotherm – Biovergetures Gel Cream Prévention
Létt gel krem sem veitir húðinni ótrúlega mikinn raka. Kremið er alls ekki klístrað og fer hratt inn í húðina. Formúlan nærir húðina alveg ótrúlega vel og festir rakann lengi í húðinni. Formúlan sér einnig til að þétta húðina og draga úr öllum roða með tímanum svo þess vegna er hún fullkomin vara á þau svæði sem slitin eiga til að myndast. Húðin verður ótrúlega mjúk – þess vegna vil ég meina að þetta krem sé fullkomið fyrir meðgönguna, því hún er ekki bara að næra húðina þína fullkomlega heldur líka að vernda hana og veita henni góðan þéttleika.
Slitin mín eru ekki stór enn sem komið er af meðgöngunni en þau sem eru til staðar eru frekar hvít og grunn, en ekki djúp og rauð, ég tel að að góð krem og næring eigi stórann part að halda þeim þannig sem er vissulega bara plús ef þau eru að vernda húðina mína og gera við hana.

Biotherm – Lait Corporel Le Beurre Corporel.
Ég elska þykk og djúsí rakakrem og var því mjög spennt fyrir þessu. Áferðin er mjög þykk og minnir á “Body Butter” en aðeins meira kremkenndara
Kremið fer einnig hratt inn í húðina sem mér finnst alltaf mikill kostur en þetta krem hentar ótrúlega vel fyrir mjög þurra húð. Fullkomið yfir vetrar tímann t.d.
Létt sítrus lykt er af kreminu en þó ekki of mikil sem er frábært og húðin verður svo ótrúlega mjúk og vel nærð strax eftir notkun. Ég held að þetta verði mikið notað áfram, er strax orðið uppáhalds.

Svo er líka mikilvægt að elska líkamann sinn eins og hann er.
Öll slit, ör eða annað á líkama okkar er allt fallegt og segir oftar en ekki sögu um hver við erum og hvað við höfum gert eða gengið í gengið í gegnum.