Uppáhalds meikin at the moment

Ég er algjör farðaperri ! Ég elska elska a prófa nýja farða !
Ég hef gert blogg um mína uppáhalds farða áður sem hægt er að skoða hér . Síðan þá hefur listinn breyst örlítið, aðrir farið út og nýjir teknir við.
Farðarnir sem ég skrifaði um síðast eru þó enn í mjög miklu uppáhaldi.
Þar sem ég held jafn mikið upp á hvern og einn farða þá eru þeir ekki skrifaðir í ákveðinni röð.

CHANEL – Ultra Le Teint Velvet.
Ég varð strax skotin í þessum farða um leið og ég prófaði hann.
Hann hefur Velvet, Matta áferð sem gefur húðinni svo fullkomið útlit. Hefur um miðlungs þekju sem auðvelt er að dreyfa úr og byggja upp. Formúlan er afar létt á húðinni og hann endist svo vel og fallega yfir daginn !

Yves Saint Laurent – Touche Éclat Le Teint Foundation.
Ég prufaði þennan fyrst um jólin, ég var á Tenerife og var ólm að prófa einhvern nýjann farða.
Það var rosa afsláttur í versluninni svo ég var fljót að grípa tækifærið.
Hann hefur allt sem ég leitast af í farða ! Ég var mjög impressed strax.
Þessi farði gefur húðinni flawless áferð með fullri þekju án þess að vera of þungur á húðinni.
Húðin verður líka svo ótrúlega fallega ljómandi og endist hann ótrúlega vel út daginn.

Shiseido – Synchro Skin Self-Refreshing Foundation
Ég fékk forskot á sæluna nokkrum mánuðum áður en þessi farði kom í verslanir, ég beið eins og spenntur krakki á jólanum yfir því hvenær hann kæmi loks.
Hann er fullkominn! Minnir mikið á NARS Sheer Glow farðann vinsæla í ljóma og Estee Lauder Double Wear hvað varðar endingu. Fullkomin blanda right?
Hann er bundinn þeim eiginleikum að aðlagast hverri húðgerð svo hann endist allan daginn.
Hann var prufaður gegn svita, raka, rigningu, hreyfingu og stóðst allar kröfur og á ekki að haggast gegn þeim hlutum yfir daginn. Ég get vel staðfest að svo er raunin.

Guerlain – Lingerie De Peau
Þegar mig langar að hafa fullkomna húð en samt ekki virðast vera með mikinn farða þá gríp ég alltaf í þennann farða.
Ég er ekki rosalega mikið að nota BB krem eða lituð dagkrem þegar ég vil líta út fyrir að vera með lítinn farða, ég er með rósroða í húðinni og vil þess vegna eitthvað sem hylur aðeins betur. Lituð dagkrem nota ég þá daga sem skrepp út og vil vera sem minnst máluð.
En aftur að Lingerie De Peau.
Mér finnst áferðin minna helst á silki, hún er fullkomin í ásetningu og verður svo falleg á húðinni. Little goes a long way hérna. Húðin verður mjúk, falleg og hrein.

MAC Studio Fix Foundation
Ég hafði heyrt um það að þessi farði væri geggjaður fyrir blandaða til olíumikla húðgerð.
Ég verð olíumikil þegar líða tekur á daginn, sérstaklega á hökunni og enninu, eitthvað sem hefur böggað mig mikið. Ég er sífelt að finna leið sem hentar minni húð til að fá farðana til að endast sem lengst án þess að þurfa að púðra létt yfir húðina þegar líða tekur á daginn.
Það sem ég las og heyrði með þennan farða reyndist vera heilagur sannleikur. Hann er geggjaður fyrir olíumikla húð.
Hann hefur matta áferð en samt ekki of matta sem mér finnst kostur. Hann dregur í sig olíuna í húðinni svo hún sprettur ekki í gegnum farðann og hann hefur miðlungs þekju.
Ég gríp ALLTAF í þennan farða þegar ég þarf hann að endast allan daginn og ég veit að ég mun ekki komast í púðrið mitt til að gera létta lagfæringu.